Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 28

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 28
— Já, þeir koma út á næstunni. — Við síra Arngrímur komum inn í verzlun í Reykjavík þá daga, sem mót- ið stóð. Þar var okkur sagt, að spurt hefði verið eftir bókum eftir Bo Giertz á íslenzku, en þær voru þá engar til í þeirri sömu ágætu verzlun- Hér má skjóta inn þeirri athuga- semd, að Kristilegt stúdentafélag gaf út þrjá bæklinga í sumar, og eru tveir þeirra eftir Bo Giertz, biskup, en sá þriðji eftir George Johnsen, sem einnig var ræðumaður á stúdentamótinu hér. En þeir síra Jón segja, að annirnar vegna mótsins hafi valdið því, að ekki hafi tekizt að koma bæklingunum á almennan markað fyrir mótið. Hins vegar voru þeir til sölu á mótinu og seldust þar all vel. Gísli segir raunar, að bóksalan á mótinu hafi verið geysi- mikil, og seldust þar bæði íslenzkar og erlendar bækur. — Það sagði mér stúlka, sem var þarna eitthvað við sölu, að m. a. hefði selzt all mikið af Biblíum. Er það rétt? — Já. segir Gísli. Það seldust Biblí- ur fyrir 60 þúsund krónur. Enn má bæta því hér við, að Bóka- gerðin Lilja gaf út eina skáldsögu eftir Bo Giertz árið 1948 í þýðingu Sigurbjarnar Einarssonar, nú biskups. Hún nefnist á íslensku ,,í grýtta jörð.“ Ein rödd og þúsund Þessu næst er lítillega minnzt á finnsk- an ræöumann, Raimo Mákelá, stúd- entaprest. Hann er ungur maður, en hefur verið framkvæmdastjóri finnsku stúdentahreyfingarinnar í sjö ár. Fastir starfsmenn stúdentafélaganna þar eru tuttugu. Meðal finnskra stúdenta gætir mikils áhuga fyrir kristniboði meðal heiðingja, og hefur stúdentahreyfing- in sent kristniboða til Eþíópíu, er starfa þar í samvinnu við norska og íslenzka kristniboða. Raimo Mákelá ræddi um dóm Guðs á kvöldsamkomu 7. ágúst. Viðstaddir eru sammála um, að ræða hans hafi verið vönduð og góð, en trúlega helzt til löng og strembin fyrir óvana. Skálholtsreisa kemur og til orða, en henni hafa þegar verið gerð nokkur skil í Kirkjuriti, svo að ekki er þörf að orðlengja um hana frekar. Þó er sum- um viðstöddum minnisstætt, hversu snortin kempan, Torsten Josephsson, var í kirkjunni, er sunginn var sálmur- inn um Jesú nafn í lok guðsþjónust- unnar. Fyrir fjórum árum kom hann í Skálholt í fyrsta sinni með þeim finnsku félögum sínum, sem áður gat- Var þá skólafólki úr nágrenni staðar- ins boðið að koma og hlýða á gest- ina, en næsta fáir þágu boðið, og vissu þeir, sem ekki komu, lítt, hvers þeir í misstu. Gospelteamet stóð þá a hátindi, og mun vart ofmælt, að betri samsöngur svo lítils hóps, fimm og sex stúdenta, hafi sjaldan eða varla heyrzt á Norðurlöndum. i kirkjunni voru þá örfáar sálir, en Torsten Jos- ephsson ávarpaði gesti í lok samkom- unnar og baðst leyfis að mega syngj3 einn þann sáim, er föður hans hefð' verið einna kærstur. Síðan söng hann með þrumuraustu þann sama sálm um Jesú nafn. Snortinn var hann einnig þá,því faðir hans var þá nýlega látinn- Hann mun hafa verið kunnur predikan bæði í Svíþjóð og í Noregi. 266
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.