Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 31

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 31
geta talað tungum, en hann hefur sjálf- ur fullkomna stjórn á þeirri gáfu. Þar er ekki um að ræða neina hrifningar- blossa. Og það, sem veitti honum djörfung til að stíga þarna fram á sam- komunni í Laugardalshöll, var, að hann Vissi, að þar var fólk, sem hafði þá náðargáfu að geta útlagt tungutal. Hann hefði alls ekki gert það, hefði hann ekki vitað það. Engin samantekin ráð Gísli bætir því við, að Olav Garcia de Presno hafi sagt, að honum hefði fund- izL að hann ætti að segja meira, en hann hafi skort djörfung til þess. •— Og hann sagðist halda, segir Gísli, að það, sem stúlkan sagði þar s eftir honum, hafi ekki verið túlkun s máli hans, heldur það, sem hann átti ósagt, því að sú stúlka hefur ekki út- le9gingargáfu, heldur spádómsgáfu. Skrásetjari hefur orð á því, að hon- Ufn hafi þótt dálítið kynlegt, að þau Þrjú, sem komu við sögu, fyrst prest- urinn, er talaði framandi tungu, og S'ðan pilturinn og stúlkan, sem út- [ögðu, skyldu öll koma af fremsta bekk 1 salnum. Og síðan var það mál, sem bsu síðartöldu fluttu, jafnvel allmiklu ler>gra en það, sem presturinn mælti. Eri honum þykir þessi viðbót Gísla um stúlkuna geta komið heim við þetta. Síra Jón kveðst hafa haft orð á því við de Presno, að fólk kynni að halda, að þessi atvik hefðu öll verið fyrir- fram skipulögð, en hann hefði þá svar- að: ,,Já, en þá hefði skipulagningin ekki verið gáfuleg með því móti, að vis sátum þarna öll saman.“ — Þannig var, að bæði pilturinn og stúlkan komu fram á fremsta bekk, rétt áður en hann fór upp í stólinn. Þau voru einhvern veginn viss um. að þessi boðskapur kæmi. Þau vissu, að hann hafði þessa náðargáfu, og þau færðu sig fram til þess að spyrja hann, hvort hann hefði boðskap að flytja. Það varð svo aftur til þess að hvetja hann og uppörva til þess að bregðast ekki, óhlýðnast ekki kölluninni. Þannig var þetta vaxið. Það var ekki svo, að þau hefðu komið sér saman um að gera þetta á þessu kvöldi, heldur mun Guð hafa lagt þeim þrem þetta í brjóst. Honum þótti uppörvun að því á eftir, að George Johnsen þakkaði honum fyrir og sagði: „Þarna var kjarnaboð- skapur og í samhljóðan við Biblíuna." Skrásetjarinn kveðst að vísu varla hafa haft gagn af útleggingu þess unga manns, er fyrstur talaði á eftir prest- inum. Hann hafi raunar virzt í mikilli geðshræringu. Síra Jón kveðst halda, að útlegging hans muni einhvers stað- ar til á spólu. Og síðan heldur hann áfram: — Ég held, að það hafi verið að mörgu leyti jákvætt, að þetta gerðist þarna. Það kynni að auka skilning á, að þetta er ekki einungis einhvers konar utangarðs fyrirbrigði, heldur það, sem á heima í kristnum söfnuði. Sterkur er sá gamli — Tungumálið sjálft, sem hann talaði, verkaði náttúrlega dálítið einkenni- lega, segir síra Arngrímur. Ég fór að hugsa um það, þegar ég heyrði þetta, hvort þetta væri einhver rómönsk tunga, sem hann talaði. 269

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.