Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 36
stúdentar. Við fórum þangað þrjú, við hjónin og Sigríður Pétursdóttir. Þar mættum við þeirri hlýju, þeim skilningi og áhuga, sem vakti undrun okkar. Forgöngumenn mótsins vildu allt fyrir okkur gera, vita allt um ísland og kristilegt stúdentastarf á islandi. Ég átt þá, því miður, dálítið erfitt með að segja frá því starfi, því að ég var þá nýliði í Kristilegu stúdentafélagi, en þeir urðu þá þeim mun áhugasamari um að veita eitthvert lið og buðu okkur á fund norrænu samstarfsnefndarinn- ar. Þaðan opnuðust svo leiðir til ým- issa átta, bæði með kynnum við ein- staklinga og með öðru móti. Upp af þessu spratt það, að stofnað var til biblíuleshóps meðal háskóla- stúdenta þá um haustið, og eins var farið að hafa opið hús fyrir stúdenta á heimilum félagsmanna. Jafnframt var svo efnt til kristilegra stúdenta- móta, en þau höfðu raunar verið hald- in öðru hverju áður. Fyrirlestrar voru einnig haldnir fyrir stúdenta á vegum félagsins. Þannig tók starfið smám saman að aukast, og þá fjölgaði þeim einnig, sem sýndu á því áhuga. Það er mér sérstök ánægja að sjá, hversu margir stúdentar sinna þessu starfi. Og ég er sannfærður um, að Kristilegt stúdentafélag er verkfæri, sem Guð vill nota, ef okkur skortir ekki fúsleik- ann. Frá árinu 1972 höfum við átt fastan fulltrúa í norrænu samstarfsnefndinni og þar með verið aðilar að því starfi, sem þar af leiddi. Því vaknaði sú spurning þegar fyrir þrem árum, hvort unnt mundi að bjóða ti! norræns stúd- entamóts á íslandi. Hún var ákaflega fjarlæg og ævintýraleg í fyrstu, en varð smám saman áleitnari, þangað til ákveðið var að lokum að láta til skarar skríða. Þess vegna hefur undirbúning- ur mótsins í sumar eiginlega staðið lengur en undirbúningur annarra móta. Þar er þá einnig nokkur skýring þess, hve vel gekk. Enda sést vel, þegar litið er til baka, hvernig Guð hefur borið okkur yfir erfiðleika og vanda- mál. Það er stórkostlegt í augum okk- ar, sem höfum reynt það. Því má ekki heldur gleyma, að við vorum umvafin bænum, á meðan mótið stóð. Beðið var fyrir mótinu um allan heim, því að við erum í alheims samtökum, sem kallast International Fellowship of Ev- angelical Students. Þau samtök dreifa bænaskrám um allan heim, og þar eru talin upp ýmis bænarefni, svo sem þetta mót. Við sendum einnig fulltrúa á aðal- fund þeirra samtaka. í sumar var hann haldinn í Austurríki, og þangað fór síra Jónas Gíslason. Guð leysti húsnæðisvanda — Þú talar um, að Guð hafi borið ykkur yfir erfiðleika og vandamál. Get- ið þið nefnt eitthvert dæmi slíks? — Já, þá kemur einna fyrst í hug- ann sú stund, þegar við fengum Þær fréttir, að þátttakendur væru orðnir þúsund. Við vissum ekki, hvernig við áttum að leysa þann vanda. Við höfð- um alltaf gert ráð fyrir um sex hundr- uðum og þóttumst reikna ríflega. En nu voru sem sagt öll húsakynni orðin of lítil, og þó var stærsta spurningin su, hvar unnt mundi að safna öllu þessu 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.