Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 41

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 41
ekki lengur á aðstoðarpresti að halda. Kona sr. Jóns var Lára, dóttir hins þjóðkunna tónlistarfrömuðar, Péturs Guðjóhnsens, — hin ágætasta kona í hvívetna. Næstu árin, — 1870—1873, — dvaldist sr. Jón í Reykjavík og fékkst við kennslu. Tvisvar á þeim tíma sótti hann um prestakall, en fékk eigi. Nú víkur sögunni um stund frá sr. Jóni. — Vinur hans, Páll Þorláksson, hafði útskrifazt úr Lærðaskólanum vorið 1871. Hann fluttist þegar árið eftir til Vesturheims. Staðnæmdist hann fyrst um sinn í Bandaríkjunum. Komst hann þar í kynni við norska kirkjumenn, sem litu á það sem sitt hlutverk, — sína köllun, — að sjá hinum fátæku og fákænu frændum sínum frá islandi fyrir andlegu skjóli í hinum nýju heimkynnum. — Þau kynni leiddu til þess, að hann hóf nám í guðfræði við þýzk-lútherskan presta- skóla í borginni St. Louis í Missouri- n'ki. — En á meðan Norðmenn höfðu ekki stofnsett sinn eigin prestaskóla, notuðu þeir þennan skóla þýzku Miss- ouri-synódunnar svonefndu til þess að roennta prestsefni sín. Skóli þessi var í mjög miklu áliti, — strang-lútherskur, — og það svo mjög, að mörgum þótti þar gæta um of þröngsýni, íhaldssemi og einhliða skilnings á ýmsum trúarefnum. — En því hefir eigi að síður verið haldið fram af manni, sem þekkti vel til, og sjálfur hlaut sína guðfræðimenntun við þennan sama skóla, sr. Friðrik Berg- aiann, að hinn andlegi þroski sr. Páls hefði aldrei orðið slíkur sem hann varð, ef hann hefði ekki komizt inn í þann andans heim, sem skólinn í St. Louis opnaði honum. Þeim heimi lýsir sr. Friðrik þann- ig: — ,,Það var heimur trúarinnar, hreinn og heitur, — þar sem sagt var við hvern, er inn kom: Leystu skó þína af fótum þér, því staðurinn, sem þú stendur á, er heilagur. Allt verður þú að leggja í sölurnar, og hvern afkima hugsunar þinnar og hjarta þíns verður þú að helga köllun þinni, — þeirri, sem þú hyggst á hendur taka, — æðstu og dýrlegustu köllun lífsins. — Svo var það tímabil mannkynssögunn- ar dregið fram með lifandi myndum og eldlegri andagift, þegar sterkust sið- ferðisleg umbrot hafa verið í heimin- um, — siðbótaröldin, — og allt stríðið og baráttan, sem þá kom hinum and- lega heimi til að skjálfa og nötra — og gjörði einstaka menn að þeim and- ans og trúarinnar hetjum, er síðan eigi hafa fundið jafningja sína, — lifað upp aftur og látið koma af stað sömu and- legu umbrotunum, bæði hjá einstakl- ingum og í félagslífinu. Allt miðaði til þess að gjöra menn að sterkum, óbilandi stríðsmönnum fyrir málefni trúarinnar, er stæðu frammi fyrir heim- inum eins og Lúther frammi fyrir ríkis- deginum í Worms — og segðu: ,,Hér stend ég, — ég get eigi annað. Guð hjálpi mér! — Amen.“ Þar sem mikil alvara var fyrir, sterk siðferðisleg tilfinning og einbeittur vilji, sem ekki hopar á hæl, var að bú- ast við því, að menn vöknuðu þarna. Allt þetta var fyrir hjá sr. Páli, þegar hann kom þangað. Alvara hans var einhver hin dýpsta, sem ég hefi orðið var við hjá nokkrum manni. Hin sið- 279
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.