Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 50
marka fyrir kirkju Brynjólfs biskups í
sverði kirkjugarðsins í Skálholti. Þá
héldu flestir, að sú kirkja hefði verið
einna stærst og veglegust kirkja á
islandi á fyrri öldum. Nú vita menn
betur. Hitt er annað mál, að kirkjan
var merkileg og vönduð um margt, og
svo glöggar lýsingar og teikningar eru
til af henni, að hana mætti nú reisa
að mestu eins og hún var. — Hefur
Hörður Ágústsson, listmálari og bygg-
ingafræðingur, leitt þetta í Ijós á síð-
ari árum. Er þess nú vonandi ekki
langt að bíða, að niðurstöður hans
komi fyrir almenningssjónir í bók.
Verðugt er, að Brynjólfs biskups sé
ærlega minnzt í Kirkjuriti í tilefni ár-
tíðar hans. Hefti þetta flytur og nokk-
urn þátt um biskupinn. Svo er síra
Eiríki J. Eiríkssyni, prófasti og þjóð-
garðsverði fyrir að þakka.
Þræll Jesú Krists
Með ýmsu móti hefur Hjálmars frá
Bólu verið minnzt á árinu. Hann er
mörgum íslendingi hugstæður, — ís-
lenzkur alþýðumaður, blásnauður, en
stórbrotinn orðlistarmaður. Slíkir menn
eru íslendingum að skapi. Þó er sá
þáttur einn í skáldskap Hjálmars og í
fari hans, er nokkuð hefur fallið í
skugga. Um trú hans og sálma hafa
fáir skeytt, svo sem verðugt væri. Or-
sök þess er trúlega sú öðru fremur,
að skáldið lifði full nærri aldamótum
í íslenzku kristnilífi. Og hin nýja öld
var öld Matthíasar, en ekki Hallgríms.
Svo kynni þó að fara, að enn gæfi
Guð þær aldir yfir ísland, er mætu
rétt sálmaskáldið Hjálmar Jónsson.
— Og hvað sem öllum öldum líður,
þá bíður það einhverra guðfræðinga
og bókmenntafræðinga að gera rann-
sókn á nokkrum þeim sálmum, er ortir
hafa verið af hvað mestum trúarhita
á íslenzku. —
Hjálmar var stórbrotið trúarskáld.
Honum var það gefið umfram margan
fágaðan lærdómsmann að yrkja af svo
skírri einlægni, að enginn fær tor-
tryggt trú hans. Hann festi sjónir á
Jesú Kristi, — ríg hélt sér við hann
[ fátækt, hörmum og vonzku veraldar,
allt til hinztu stundar. —
Ég á þig eftir, Jesú minn,
jörðin þó öll mér hafni.
Upp úr dauðans djúpi hátt
kalla ég í kvölum mínum,
Kristur, þræli gegndu þínum,
sem nú ætlar sökkva brátt.
0, mér veittu hjálparhendur,
heljar bylgjur lyfta sér,
fyrst þú ert af föðurnum sendur
að frelsa það, sem glatað er.
Míns frelsara mikla nafn
andlegt hetjugeð mér gefur,
goldið því hann sjálfur hefur
fyrir mín brot og sektasafn.
í því trausti yfir stíga
ég mun dauðans fár og pin
og til grafar aldinn hníga
undir, Jesú, merkjum þín. —
Hversu kristnir eru íslendingar?
Þeirri spurning er erfitt að svara til
fulls, en væri metið eftir kirkjusókn,
þátttöku í ýmiss konar safnaðarstarfi,
áhuga á kristniboði, svo og af heimil-
isguðrækni, þá yrði svarið ekki burð-
288