Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 57
leitt má segja, að allir pappírar okkar
hafi verið sendir á réttum tíma. Fékk
íslenzka skiptinefndin sérstakar þakkir
vegna þessa frá skrifstofu samtakanna
í Genf, en við höfum oft verið harla
seint á ferðinni. Fleiri munu vera enn
brenndir því markinu. Erlendu skipti-
nemarnir hafa verið á tungumálanám-
skeiði, farið í ferðalög með fjölskyld-
um sínum, og nefndin hefur farið með
þeim í réttir, haldið með þeim mót og
farið með þau í helgarheimsókn til
sr- Björns Jónssonar og fjölskyldu
hans á Akranesi. Nú er hafinn I. hl.
starfsáætlunar okkar, og eru tveir
skiptinemar nú í Skálholti, tveir eru
9 Sólheimum í Grímsnesi, einn í fiski
á Ölafsfirði og einn er á varðskipinu
Tý.
Af alþjóðavettvangi er það mark-
verðast, að fltr. Bandaríkjanna í
Framkvæmdaráði samtakanna hefur
la9t til, að nefndir Flollands og Ind-
lands verði reknar úr samtökunum.
öljóst er, hvort Austurríki heldur áfram
1 samtökunum að loknu þessu skipti-
eemaári, en flest bendir til að svo
verði ekki. Fjárhagur samtakanna er
enn svo alvarlegur, að talað er um að
halda ekki aðalþing 1976 og flytja
aðalskrifstofuna til London.
Á haustráðstefnu 1974 var samþykkt
tillaga þess efnis að biðja sr. Jón
^jarman að gera grein fyrir tilorðn-
ln9u stofnskrár samtakanna í Berlfn
1969, en sr. Jón var einmitt formaður
nefndar þeirrar, er samdi markmið og
hlgang samtakanna. Er skýrsla sr.
Jóns væntanleg og verður e. t. v. til-
^'n í handriti, er orð þessi verða
ssin. Gerði ég grein fyrir gildi slíkrar
skýrslu á síðustu haustráðstefnu. Fjöl-
yrði ég því ekki frekar um það nú.
Lýðháskólar
Átta íslenzk ungmenni dvelja á lýð-
háskólum á Norðurlöndum þetta skóla-
árið. Dvöl ísl. unglinga á lýðháskól-
um hefur sýnt, að þar hafa ungling-
arnir styrkzt í trú sinni, og margir
þeirra hafa öðlazt reynslu og getu til
að verða sóknarpresti sínum til að-
stoðar. Því miður hefur starf þetta
ekki tengzt söfnuðunum sem skyldi.
Eins og áður segir, dvelja allir erlendu
skiptinemarnir í Skálholtsskóla ein-
hvern hluta skiptinemaársins.
Æskulýðsdagurinn
Æskulýðsdagurinn var 1. sunnudagur
í marz, svo sem ráð er fyrir gert. Yfir-
skrift hans var ,,Fjölskyldan.“ Markmið
dagsins var að benda til Jesú Krists
sem þess afls, er getur varðveitt fjöl-
skyldur og heimili, verið brú yfir þau
gljúfur, er fjölskyldur og heimili þjóð-
félags okkar eiga við að stríða. í stór-
um dráttum vann skrifstofa æskulýðs-
fulltrúa að þessum degi á eftirfarandi
hátt:
1.—15. jan. fóru fram viðræður við
Fjölmiðlunarnefnd kirkjunnar, dag-
skrárstjóra hljóðvarps, fréttastjóra
sjónvarps, ritstjóra dagblaða, umsjón-
armann barnatíma í hljóðvarpi og
sjónvarpi.
31. jan. var sent til sóknarpresta
landsins: guðsþjónustuform í jafn-
mörgum eintökum og pöntuð voru,
prédikunaruppkast, er samið var af
dr. Þóri Kr. Þórðarsyni, sálmur ortur
sérstaklega fyrir daginn (herra Sigur-
295