Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 58

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 58
björn Einarsson, biskup), lag við sálm- inn með orgelútsetningu, trompetfan- fare fyrir tvo trompeta við sama lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson, tónskáld, tillaga um dagskrá fyrir foreldrakvöld með börnum og/eða unglingum í söfnuðum landsins í vikunni 24. feb.- 1. marz, veggspjald, sem teiknað var af sr. Karli Sigurbjörnssyni, tillaga um dagskrá fyrir samkomur með ungling- um (þ. á m. var leikrit eftir félaga úr Æskulýðsfélagi Dómkirkjunnar). 20. feb. hafði verið gengið frá tveim erindaflokkum dr. Björns Björnssonar, prófessors, í hljóðvarpi, hafinn undir- búningur að veglegri útvarpsguðs- þjónustu á æskulýðsdeginum frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, útvarpsþætti á vegum Félags guðfræðinema, barna- tíma í hljóðvarpi á vegum frú Hrefnu Tynes, barnatíma í sjónvarpi og þrem þáttum ,,Að kvöldi dags“ í sjónvarpi, sex 1/2 blaðsíðu hugvekjum í Morgun- blaðinu. 2. marz. Æskulýðsdagurinn. Útvarps- guðsþjónusta frá Dómkirkjunni í Reykjavík, sem æskulýðsfulltrúi hafði hjálpað til við að undirbúa. Um kvöld- ið var stórsamkoma í Bústaðakirkju. Kirkjusókn var mikil um allt land. Margir prestar líktu henni við kirkju- sókn á jólum. Útgáfustarfsemi Þrír bæklingar voru gefnir út. Hafa þeir að geyma smásögur, leikþætti og hreyfisöngva. Sá frú Hrefna Tynes um tvo fyrst nefndu bæklingana, en hreyfisöngvararnir voru unnir af Valdísi Magnúsdóttir, sr. Karli Sigurbjörns- syni og sr. Guðjóni Guðjónssyni. Allir eru bæklingar þessir unnir á svipaðan hátt og er talsvert tímafrekt að ganga frá handritum, sem síðan eru annað- hvort brennd beint inn á stensla eða offsetprentuð. Hefur bæklingum þess- um verið vel tekið. Reynslan virðist hafa sýnt, að mikil þörf er á slíkri út- gáfustarfsemi. Næstu verkefni, er virð- ast mjög aðkallandi, varða barnabæn- ir, kvöldvökuefni fyrir unglinga, söngva með nótum og gítargripum fyrir ungl- inga og biblíulestra og önnur umræðu- prógrömm fyrir unglinga. Er raunar nú þegar verið að vinna að þessum mál- um öllum. Söngvar og nótnabækur ættu að hafa með sér kasettubönd til þæginda fyrir þá, er læra vilja söngv- ana. Sunnudagspósturinn, II. röð, sá dagsins Ijós í haust. Var honum vel fagnað af öllum þeim, er notuðu röð I. í fyrra og nú bættust allmargir nýir notendur í hópinn. Sr. Jakob Ág- Hjálmarsson og frú Auður Daniels- dóttir þýddu póstinn, sr. Karl Sigur- björnsson sá um teikningar, uppsetn- ing var unnin á skrifstofunni. Nú þegar er búið að ákveða efni og útlit III- raðar. Þess skal getið, að allmiklar breytingar voru gerðar á röð II., sem miðuðu að því, að pósturinn væri sjálf- um sér nógur hjá öllum prestum lands- ins, hvort sem í hiut á prestur með margar kirkjur eða eina. Prestar hafa nefnt „Sunnudagspóstinn" kaflaskil í barnastarfi kirkjunnar. Heilög skírn — kveðja frá kirkjunni —- kom loks út s. I. vor og hefur mælzt vel fyrir, þó ekki sé unnt að gera svo öllum líki. Á meðal þessa efnis er einnig fjölskyldumessuform, er nýlega 296

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.