Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 61
i Skálholti í sólarhring. Þetta var hægt
vegna góSrar samvinnu sóknarprests
sr. Braga Friðrikssonar og skólayfir-
valda, en fermingarundirbúningur þar
fer allur fram í skólanum og innan
venjulegrar stundaskrár. Það er sam-
eiginlegt þessum mótum að þau eru
skipulögð af starfsliði sumarbúðanna
og æskulýðsfulltrúum í samráði við
sóknarpresta. Að flestra dómi hafa þau
gefið nokkuð góða raun, mikið verið
um umræður um ferminguna og ýmis
efni tengd henni.
Eurofest 75
Ekki varð af þeirri miklu þátttöku í
Eurofest, sem menn höfðu gert sér
hugmyndir um. Sennilega er um að
kenna önnum heima fyrir og dýrtíðar-
barlóminum, sem alltaf heyrist og því,
aS Eurofestnefndin á íslandi hefur
ekki haldið uppi þeim áróðri, sem til
þurfti. Vitað er þó um nokkra, sem
fóru til Brussel og létu mjög vel af
mótinu, og þótti slæmt að ekki skyldu
hafa verið þar fleiri íslendingar.
UtanlandsferS
Æskulýðsstarfinu bauðst ódýr Óslóar-
ferð í september og var ákveðið að
n°ta hann á þann veg að Jóhannes
Tómasson gæti kynnt sér starf ýmissa
stofnana, sem starfa að sömu málum
°9 við. Hjá IKO var Jóhannes leiddur
' allan sannleika um útgáfustarfsemi
Þeirrra og eru ýmsar hugmyndir þeirra,
Sern mætti nota hér, en nokkuð hefur
Verið gert að því nú þegar. Er það
e- t- v. helst á sviði skólamála, þ. e.
böir gefa út margs konar hjálpargögn
íyr'r kennara í kristnum fræðum.
Kæmu sum þeirra jafnvel að gagni
við fermingarfræðsluna. Til marks um
hversu þörf þessi stofnun virðist vera
er það t. d„ að þessa dagstund, sem
Jóhannes var þar komu allmargir
kennarar þangað í efnisleit.
Biblíufélagið norska er öflugt félag
og vinnur mikið að Biblíuútgáfurn ým-
is konar, bæði í Noregi og öðrum lönd-
um. Dótturfyrirtæki þess sér um útgáfu
á hjálpargögnum við biblíulestur og
var mjög fróðlegt að sjá það safn.
Nú er nýkomin út ný þýðing á Nýja
testamentinu norska, sem hefur selzt í
um 100.000 eintökum fyrstu 8 mánuði
þessa árs og von er á nýrri heildar-
þýðingu Biblíunnar árið 1977—78.
Foringjanámskeið
S. I. vetur ferðuðust Guðmundur Ein-
arsson og Pétur Þórarinsson, stud.
theol. um Norðurland og héldu for-
ingjanámskeið, þar sem því var við
komið. Var lagt til grundvallar for-
ingjanámskeið byggt upp af Æsku-
lýðsráði ríkisins. Námskeið þessi voru
fjölsótt og þóttu takast mjög vel. A
sama hátt voru haldin svipuð nám-
skeið meðal nokkurra æskulýðsíélaga
í Reykjavík og þóttu einnig takast
mjög vel.
Dagana 24.-26. okt. s. I. var haldið
námskeið fyrir æskulýðsleiðtoga á
vegum ÆSK í Hólastifti. Fór það fram
í skólanum að Laugalandi, Eyafirði.
Þátttakendur voru um 50 ungmenni og
þar voru að auki átta prestar. Stjórn-
andi var Pétur Þórarinsson, stud. theol,
en auk hans kenndu þeir Jóhann
Baldvinsson og Jón Helgi Þórarins-
son frá Akureyri ýmsa söngva. Frú
299