Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 62
Hrefna Tynes annaðist leiðbeiningar
varðandi barnastarf. Tók það mestan
tíma mótsins eða námskeiðisins. Að-
alefnikennslu þessarar var eftirfarandi:
1. Inngangur. (Var þá lögð áherzla á
nokkrar spurningar: Hvað er sunnu-
dagaskólastarf? í hverju er það fólgið?
Hvers vegna hjálpa ég? Hvert vil ég
leiða börnin? Hvaðan fæ ég hjálp?
Hver er þá aðalleiðtoginn? Áherzla
var lögð á, að við eigum að vera
verkfæri í hendi Guðs. 2. Söngur —
aðallega hreyfisöngvar og val söngva.
3. Sögur — a) Biblíusögur með loð-
myndum, b) barnasögur úr daglega
lífinu. 4. Loðmyndir — notkun þeirra,
leiðbeiningar um gerð loðmynda-
taflna. 5. Helgileikir — Guðs orð,
Vorið, Jólanótt.
Fjallað var um þessi fimm atriði og
æfðir þrír helgileikir. Síðan var skipt
í þrjá vinnuhópa. Árangur varð sá, að
eftir æfingu hjá hópunum, sýndu tveir
hópar helgileiki.
Á föstudagskvöldið var kynningar-
kvöldvaka, sem Pétur Þórarinsson
stjórnaði. Á laugardagskvöldið var
kvöldvaka, sem nemendur önnuðust,
en Pétur stjórnaði. Á þeirri kvöldvöku
sýndu og sögðu tvær stúlkur frá Akur-
eyri söguna ,,Jesús blessar börnin.“
Tvær stúlkur frá Siglufirði sýndu og
sögðu söguna af Zakkeusi með til-
heyrandi hreyfisöng. Helgileikurinn
,,Guðs orð“ var fluttur sem lokaþáttur
undir stjórn Ernu Þórarinsdóttur frá
Akureyri. Allt tókst þetta mjög vel.
Þátttakendur voru áhugasamir og unnu
vel. Á sunnudagsmorgninum var Bibl-
íulestur, sem Pétur sá um og leið-
beindi með. Hann hafði einnig smá-
stund leiðbeiningar í málfundastörf-
um og tjáningu. Upphaflega var öllum
þátttakendum skipt í tvennt, þar sem
þeir voru svo margir. Námskeiðinu
lauk með guðsþjónustu í Munkaþver-
árkirkju. Séra Jón Aðalsteinn Bald-
vinsson prédikaði. Organisti var Jón
Helgi Þórarinsson og sá hann og ungl-
ingarnir um allan söng. Fyrir altaris-
göngu fluttu þeir kristilegt trúarljóð
með gitarundirleik. Var það nokkur
nýlunda, sem fólki virtist falla vel í
geð. í lok guðsþjónustunnar sleit sr.
Bolli Gústavsson form. ÆSK nám-
skeiðinu.
Aldarafmæli Keldnakirkju
Sunnudaginn 27. júlí síðastliðinn var
minnst aldarafmælis Keldnakirkju á
Rangárvöllum með hátíðarguðsþjón-
ustu í kirkjunni. Var guðsþjónusta
þessi mjög fjölsótt, m. a. af eldri brott-
fluttum Rangvellingum, og sóttu hana
töluvert á annað hundrað manns. Að
hátíðarmessunni lokinni flutti Þór
Magnússon, þjóðminjavörður ávarp,
en síðan var, að tilhlutan sóknarnefnd-
ar Keldnasóknar og safnaðar, kirkju-
gestum boðið til kaffidrykkju í Hellu-
bíói. Þar flutti Árni Böðvarsson cand.
mag. þakkarorð af hálfu gesta.
í afmælisprédikuninni var þess
minnst, að núverandi Keldnakirkja er
arftaki kirkna á þeim stað, allt frá tíð
Jóns Loftssonar, en talið er, að hann
hafi fyrstur látið reisa kirkju að Keld-
um, nálægt lokum 12. aldar.
Guðmundur Brynjólfsson bóndi að
Keldum átti frumkvæði að og sá um
300