Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 63

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 63
byggingu Keldnakirkju hinnar síðustu, °9 varð að sögn kostnaður við hana kr. 3199,57. Árið 1914 fór fram viðgerð á kirkj- unni, því hún hafði skekkst á grunni við jarðskjálftana undanfarin ár. Á milli áranna 1950—1960 var fram- kvæmd listmálun á kirkjunni, hið innra. Á sú framkvæmd efalaust drjúgan þátt ' þeim áhrifum hlýleika og fegurðar, er frá henni stafa. Lengst af var Keldnakirkja bænda- kirkja, eða allt til áranna 1945—1947, en þá varð hún safnaðarkirkja. Nú- verandi kirkjuhaldari Keldnakirkju er frú Jónína Jónsdóttir á Keldum. I tilefni þessa merka afmælis barst Keldnakirkju að gjöf frá afkomend- urn Björns Guðmundssonar og Elínar Hjartardóttur frá Rauðnefsstöðum, fag- ur blómavasi fyrir gólf. Ennfremur bár- ust blómagjafir frá ýmsum aðilum. Eru Qefendum færðar þakkir fyrir rausn og hlýhug til kirkjunnar. Kveðja barst frá biskupi íslands, herra Sigurbirni Ein- arssyni. Þess er og rétt að geta, að á síðast- l'ðnu sumri var unnið allmerkilegt og umfangsmikið verk í Keldnakirkjugarði. En þaö var uppgröftur og hreinsun a legsteinum í kirkjugarðinum, en Sumir þessara legsteina voru alda- 9amlir. Var jafnframt gerður uppdrátt- Ur (teikning) af kirkjugarðinum og leiðum, og leiðin merkt. Ýmislegt f|eira var þar gjört til bóta, en það Verður ekki hér upp talið. Nokkrir ein- staklingar unnu að þessu verki, m. a. afkomendur Skúla og Svanborgar, fyrrum búenda að Keldum. Gáfu þeir allir vinnu sína. Þökk sé þeim öllum fyrir menningarlegt framtak og fórn- fýsi. Ljóskross á Oddakirkju Sunnudaginn 21. september síðast- liðinn var við guðsþjónustu í Odda- kirkju vígður Ijóskross á turni kirkj- unnar. Ljóskross þessi er gjöf til kirkju og safnaðar frá Kvenfélagi Oddakirkju, en það ágæta félag hefur sem sitt höfuðmark að hlúa að sóknarkirkjunni á ýmsan máta. Ennfremur eru þátttakendur í þess- ari rausnargjöf nokkur fyrirtæki og einstaklingar í Oddasókn. Heilar þakk- ir skulu hér gefendum færðar, ræktar- semi í garð sóknarkirkju og stórhugur mun í minni geymast. Ennfremur er rétt að minnast þess, að öldruð kona í Oddasöfnuði, frú Auðbjörg Guðlaugsdóttir, Ártúnum, hef- ur á þessu ári gefið Oddakirkjugarði og söfnuði mjög veglegt sáluhlið. Þessi stórhöfðinglega gjöf er gefin til minn- ingar um eiginmann Auðbjargar, Magnús Gunnarsson, fyrrum bónda í Ártúnum, en hann lézt 13 4. 1973. Blessunaróskir og þakkir skulu frú Auðbjörgu færðar, fyrir þessa stór- myndarlegu gjöf. Odda á Rangárvöllum, 10. desember 1975. Stefán Lárusson. 301

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.