Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 69

Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 69
staðhæfíng rétt. En hún yrði hættu- leg lygi, ef vér byggjumst við því, að hún gæfi hina einu og altæku viðmið- unarreglu sem grundvöll boðunar vorr- ar. Engin frumregla fyrir andlegt líf Qetur ein sér þjónað sem heildarregla, er náð geti yfir alla þætti þess. Það er ekki unnt að koma öllu fyrir í einni út- listun. Því að vér mennirnir eigum oss, jafnvel í þessu máli, ekkert öryggis-at- hvarf, heldur verðum vér í takmörkun vorri að gjöra af auðmýkt margvíslega hluti til að höndla allt. Vér verðum því að gjöra oss far um að nálgast Guð, ef vér eigum að verða þess umkomnir að þjóna náunga vorum, — og vér uálgumst Guð meö þvi að þjóna ná- unga vorum: hvort er undir öðru kom- ið. og samt er hér ekki um sömu fyrir- bærin að ræða. Og það er þess vegna, sern einmitt verkefni vort og embætti krefjast þess af oss, á þessari hugleið- !ngarstund, að vér látum oss sérstak- ie9a umhugað um vort eigið hjálpræði mitt í þjónustu vorri. Það, sem vér munum hugleiða í Þessari stuttu hugvekju, má draga saman í tvær setningar. í föngunum, sem faldir eru hirðis-umsjá vorri, finnum vér Krist, Drottin vorn. Og í Þessum föngum finnum vér oss sjálfa, en það, sem vér sjáum í þeim, er hinn ieyndi sannleikur um vort eigið ástand. 1- Kristur í föngunum Vér finnum Krist, Drottin vorn, í föng- unum. Vér verðum að finna hann þar; Þer er hann vissulega að finna, og þar yerður hann fundinn með þeim hætti, að kynni vor af honum munu einnig frelsa oss og gjöra oss hamingjusama. Þess gerist engin þörf að minna yður á reynslu yðar sjálfra sem fang- elsispresta. Þessi reynsla, í öllum sínum biturleika og hryllingi er nærstæðari yður en nokkuð það, sem ég gæti lýst eða getið mér til um: reynsla yðar af niðurbrotinni mannlegri tilveru, af vangefnum mönn- um bæði andlega og siðferðislega, ó- stöðugum manngerðum, geðveikum mönnum og illmennum, blíðlyndum mönnum og ruddum, hræsnurum og lygurum og enn öðrum, sem aðeins eru áhrifagjarnir eða fórnarlömb kringum- stæðna eða ofnautnar fíkniefna; kynn- in af óviðráðanlegum síbrotamönnum og þeim sem ómóttækilegir eru fyrir trúarlegan boðskap, aumingjum og fá- vitum. Enda þótt þvílík kynni séu ekki eina reynsla yðar úr fangelsunum, jafnvel þótt þér hittið þar einnig fólk, sem samstundis vekur undrun yðar fyrir að vera í engu ólíkt venjulegum mönnum — eðlilegt, heiðarlegt fólk —, þá er það samt staðreynd, að þér hafið oft verið lostnir skelfingu yfir því manneðli, sem þér kynnizt þar. Þér hafið svo oft verið dregnir niður í svaðið, verið yfirlýstir fífl og verið end- urgoldið með vanþakklæti; svo oft hafið þér knúð árangurslaust dyra til að fá aðgang að hjörtum, sem reynd- ust lokuð og læst; svo oft hafið þér veitt hjálp til þess eins að verða svo sjálfum hafnað sem fulltrúum hins hat- aða kerfis. Þér hafið reynt þá sáru til- finningu, að allar slíkar tilraunir hafa reynzt fánýtar og vonlausar. Þér hljót- ið oft að hafa fengið þá hugmynd, að öll yðar viðleitni, umhyggja og kær- leikur, þolinmæði yðar og strit eins og 307
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.