Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 70

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 70
hrapi niður í botnlaust djúp, þaðan sem aldrei mun berast neitt svar. Þér mætið sífellt hinu illa í öllum þess ömurlega, kveljandi, vonlausa og hrylli- lega veruleika. Þér þekkið allt þetta betur en ég. Og nú skulum vér lesa orð Krists, hans ótrúlegu, vekjandi og áhrifamiklu orð: „Komið, þér hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grund- völlun heimsins. Því að ... í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. Þá munu hinir réttlátu svara honum: Herra, hvenær sáum vér þig ... í fangelsi og komum til þín? Og konungurinn svarar þeim: Sannlega segi ég yður: svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ (Mt. 25: 34—40). Ég held, að það fyrsta, sem þér ættuð að gera, sé einfaldlega að fagna þessum orðum. Þau höfða til yðar án nokkurrar útlistunar, rétt eins og þau voru töluð á þeirri tíð. Það þarf ekki að umsnúa þeim, aðhæfa þau stað- háttum eða nýjum kringumstæðum. Það, sem þér kynnist í starfi yðar, er einfalt lífsform, sem Jesús greindi Ijóslega í einföldu, óhverfulu formi þess. Hann lýsir því og tjáir afstöðu sína með orðum, sem hann síðan hefur upp í æðra veldi sem algilda lýsingu á dómi Guðs, þeim dómi sem leiðir veraldarsöguna til fyllingar sinn- ar; hann pressar út eins og í vínþrúgu hinztu rök þeirrar sögu og umbreytir henni í vín hins eilífa fagnaðar. Aðeins fáar starfsstéttir eiga slík orð til að fagna yfir, og þær eru ekki margar ávarpaðar á svo sístæðan hátt af munni Mannssonarins, með orðum sem eru í senn raunsæislega mannleg og guðdómlega himnesk. En næstu viðbrögð við þessum orðum hljóta að vera full skelfingar: yður er það uppálagt að finna Drottin vorn í þessum mönnum, sem þér vitj- ið í fangelsunum. Hversu skelfilegt og krefjandi hlutverk! En segið núekki, að þessi orð megi ekki taka svo mjög alvarlega. Segið ekki, að allt það, sem raunverulega sé vænzt af yður, þegar þér skiljið þetta rétt, sé svolítið mann- eskjuleg meðaumkun, viss aðstoð, sem veitt er af raunsæi, af því raunsæi hyggins manns, sem gerir sér engar tálvonir og er samtímis ekki um of reiðubúinn til að örvænta yfir mann- kyninu; aðstoð veitt af raunsæi, sem einkennist af þeirri húmanísku bjart- sýni að trúa á hið góða í hverjum manni, að örva það og gefa því fleiri tækifæri til að gera betur, en leitar sér huggunar — þegar tækifærin bregðast — í þeirri hugsun, að eftir allt sé til slíkt geðrænt ástand, er verið geti jafnólæknanlegt og aðrir sjúkdómar og ætti því ekki að valda manni meiri vonbrigðum en aðrir kvillar; — sjúkl- ingarnir deyi hvort sem er allir að lok- um, en mannkynið örvænti ekki svo mjög yfir því. Nei, nei — og aftur nei. Meira er vænzt af yður en þessa. Þér eigið að finna Drottin vorn í þessum föngum. Þér eigið að mæ*9 honum þar yður sjálfum til hjálpræðis. Erum vér ekki nærri þeirri freistingu að spyrja Drottin vorn, óþolinmóðii" og (eins og vér viljum telja) án allrar væmni, í nafni heilbrigðs raunsæis, eigin reynslu og skynsemi: „Hvenær 308

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.