Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 28
186
JÖRÐ
hún hugsaði með sjálfri sér: Þetta er einhver vella, sem mun
valda mér fyrirhöfn. Hún sagði samt ekkert, en sendi Madme
Lecocq inn til mín seinna um daginn til þess að hafa ofan af
fyrir mér.
Næsta dag reyndi ég því að herða mig og fara á fætur og út
í garðinn til þess að horl'a á rósarunnana og heliotropbeðin,
sem ilmuðu á inóti mér. Ég lreld, að Madme Paris liafi þá séð,
að þreytan var engin uppgerð.
Sumarfríið var að byrja, og skólastúlkurnar að fara burt;
kennslukonurnar líka, nema Madme Lecocq, sem auk þess að
kenna söng, átti að hjálpa bústýrunni, sem hafði mikið og
þreytandi starf á hendi.
Madame Paris sagði mér þegar fyrsta daginn, að hún mundi
brátt fara stutta ferð til London, en hún vonaðist til, að mér
mundi ekki leiðast á meðan, því Madme Lecocq ætti að hugsa
um mig; hún væri vel að sér í frönskuin bókmenntum og eftir
því, sem tími hennar leyfði, gæti ég haft gott af að tala við liana
og ef til vill gæti hún stöku sinnum farið eittlivað út með mér,
t. d. í kirkju. Hún afsakaði, að herbergi mitt væri ekki eins vel
útbúið og hún hefði viljað, en þar væri þó píanó, ef ég vildi
spila. Ég gæti setið í garðinum, þegar ég vildi, með bók eða
handavinnu, en vegna sumarleyfisins væru engar kennslukon-
ur, sem gætu farið gönguferðir með mér. Hún sagðist eiga
frænda í bænum, senr væri verksmiðjueigandi, og' kona hans
liefði lofað sér að líta til mín; sömuleiðis ung listakona, vin-
kona sín, sem kenndi ungu stúlkunum sínunr dráttlist á vet-
urna. Ég flýtti nrér að fullvissa Madme Paris um, að nrér leidd-
ist aldrei; ég hel'ði svo ganran af lestri og útsaunr, ekki sízt,
þegar ég sæti umvafin ilnrandi blómunr, en svo væri heldur
engin vandræði fyrir nrig að rata, þótt ég væri ein úti að ganga.
En þá brá Madme Paris og sagði í ströngum tón, að ungar
stúlkur gætu ekki gengið einar á götunni; það væri ekki
„conrme il faut“ (ætti ekki við). Ég varð forviða, en ennþá
meira lrissa varð ég næsta dag, þegar ég liljóp í nresta sakleysi
niður að stóra hliðinu og ltorfði út unr járngrindurnar, til þess
að sjá herdeild í einkennisbúningum, sem gekk franr lrjá, með
blaktandi fánum og gjallandi hornablæstri, því þá kom Madme