Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 103
JORÐ
261
og örvæni, en kemst ekki að neinni jákvæðri niðurstöðu um
það, hvert stefni og hvað skuli til ráða, — þar sem sá klofning-
ur mannlegs eðlis, sem ekki kemur fram hjá dýrunum, virðist
geta reynzt mönnunum sá bölvaldur, er gæti riðið menningu
og mannkyni að fullu. Þó er hann ekki örvona sjálfur, því að
undur lífsins liyllir hann; það undur, er manninum birtist í
hlutverki móðurinnar, sem stundum breytist úr síngjörnu og
máski lítt hugsandi og lítt ábyrgu tízkufyrirbrigði í sjálfsfórn-
andi dýrling, þegar lífið kallar hana til ábyrgðar og verndar
nýrri kynslóð stríðs og starfs. Þetta er honurn vottur Jress, að
lífið hljóti þó að vera sterkara en hel. Hjá Hesse finnast engin
bölræn úrkynjunarmerki — þrátt fyrir það, Jrótt hann sjái ekki
greiðan veg framundan — ekkert fagurfræðilegt fitl, enginn
kvalalosti eða böljrorsti. Lesandanum virðist við lestur mestu
verka Hermanns Hesse, að allur hugur hans, allt hans hjarta sé
þarna með í leitinni að lausn; að hann hafi á tilfinningunni, að
sér sé glötun búin, ef honum takizt ekki að leysa af hendi þá
skyldu, sem á honunr hvíli um lausn mannkynsins úr fjötrum
þjáninga og úr þjónustu heljar. Því mun hann, Jró að honum
hafi ekki öðlazt að finna sér eða Jrjóð sinni viðhlítandi lausn
hins mikla vanda, sem henni sérstaklega, en einnig öllu mann-
kyni var og er á höndum, verða einn af Jreim fáu, sem vitrir
menn og ábyrgir um mannleg vandkvæði munu leita til um
Jrekkingu á mönnunum og um styrk og manndáðhandasjálfum
sér til Jress, að þeir megni að berjast vopnum andans af slíkri al-
vöru, slíkri ábyrgðartilfinningu, sannleiksást, þrautseigju og
þreki sem Hermann Hesse sjálfur.
Af öðrum þýzkunr höfundum. sem lagt hafa áherzlu á rann-
sókn sálarlíifsins af djúpri alvöru og heitri samúð með mönn-
unum, vil ég nefna Jakob Wassermann og Franz Kafka. Wasser-
mann, sem ég minntist á í sambandi við bræðralagsboðskap
Expressionistanna í styrjaldarlokin og fyrst eftir styrjöldina,
skrifaði eftir 1920 merkustu skáldrit sín. Hesse hefur lært af
hinum mikla meistara Dostojevski, en þó er Jrað enn auðsærra
um Wassermann. Af djúpri alvöru kafaði Wassermann í hylji
mannssálarinnar, og enginn getur efast um, að þjáning mann-
anna og vandamál mannkynsins hafi verið honum brennandi