Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 59
JÖRÐ
217
áform ylirleitt — eða því sem næst! En gott þætti okkur, sum-
um Iwerjum, að eiga þess von að sitja, seinna og annars staðar,
til borðs með honum — kannski jafnvel í félagi Matthíasar,
Jónasar og Hallgríms Péturssonar og fleiri kunningja, óbeinna
sem beinna — syngjandi allir — eða helzt öll — einum rómi:
„Nú er ég glaður á góðri stund, sem á mér sér,
og Guði sé lof fyrir þennan fund
og vel sé þeim, er veitti mér."
GAMLI FÉLAGl!
Ég veit, að ég tala úr lijarta þeirra mörgu, kvenna sem
karla, danskra sem íslenzkra, er sóttu ótaldar yndisstundir til
Iierbergis þíns á Garðinum, og bundust þar liver öðrum ein-
lægri vináttu — sem og annarra æskuvina — þegar ég nú kveð
þig með hjartanlegum þökkum — og bið Guð að gefa þér vist
þar, sem hæfileikar þínir og hjartalag fá notið sín betur. Friður
veri með anda þínum, bróðir, í nafni vors blessaða frelsara,
lesú Krists. — Amen.
Sveinn Jónsson
t'i maður nefndur. Hann var um hríð samtímis Hallgr. Hallgrímssyni á
Garðinum. Um hann hefur Þórbergur Þórðarson skrifað sérstakan kapítula
í „íslenzkur aðall". — Hann andaðist í Kaupmannahöfn fyrir fáum árum.
Meðan Sveinn var í Menntaskólanum (4.-6. bekk), þótti hann meira skáld
en aðrir menn þar samtímis, og var nefndur „Framtiðarskáld" (eftir málfunda-
félagi lærdómsdeildarinnar, 4.-6. bekkjar) eða Sveinn skáldi. í Kattpmanna-
höfn var hann nefndur „gamli" Svcinn (vegna þess, að í „slagara", sem mjög
var sunginn þar, er Svein bar þar fyrst að, var talað um „gamle Svend"). Hér
eru fáeinar af stökum lians frá Hafnarárunum:
Að finna og hugsa í ferskeytlum
finnst mér löngum gaman,
þegar ég fer einförum
með óhtnd dögttm satnan
Sá, scm hinzta brotið blað
við bernskuþrána hefur,
verður í draumi að vitja um það,
sem vakan ekki gefur.
Ei er föínuð frostsms rún,
fönn er enn í spori,
en yfir vetrar yglibrún
er þó bjarmi af vori.
Mér er sama um sorgir þær,
er sárar aðrir telja;
von, sem allt mér var i gær,
vil ég á morgun selja.