Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 91
JÖRÖ
249
notkun fjár þess, sem til var og til féll. Brátt reis á legg all-
sterkur Kommúnistaflokkur, sem hlýddi auðvitað skipunum
frá Rússlandi — og svo tóku þá auðjarlarnir að líta hýru auga
til Fasismans og síðar til hliðstæðrar stefnu hjá erkióvini
Frakka um langan aldur, Þjóðverjum.
Það sýnist svo, sem menningarlegir gagnrýnendur, rithöf-
undar og skáld hefðu átt að sjá ástæðu til að láta sig nokkru
skipta þá bliku, sem þarna var á lofti. Og víst var mikið um
menningarlega gagnrýnendur í Frakklandi á árunum milli
styrjaldanna, en skoðanir þeirra voru ærið misjafnar og
margvíslegar, og nefni ég iiér aðeins eina fjóra til dæmis um
viðhorfin.
André Gide liélt fast fram mannúð oor miskunsemi oí> öll-
O O
um þeim dyggðum, sem eru grundvöllur mannlrelginnar. Gide
snérist um hríð formlega í flokk með Kommúnistum, en vék
frá þeim, eftir að Iiannihafði kynnztþeim anda, sem réð í Rúss-
landi. Jean Guehenn var skynsemistrúarmaður og sósíalisti.
um tíma nærri Kommúnistum, en snéri við, áður er hann var
kominn alla leið. Þá var hinn afturhaldssami Henri Massis,
sem raunar átti sumt sameiginlegt við Gide, en var hins vegar
mjög á bandi Francos og Mussolinis, þó að Hitler væri honum
þyrnir í augum. Massis trúði annars á Kaþólsku Kirkjuna sem
einustu hjálparhellu í andlegum máluni. Loks nefni ég Charles
Maurras, senr var andstæður lýðræði og lýðveldi, Frímúrurum,
Gyðingum og Mótmælendum og því fyrirmyndar nazisti.
Þarna varð engin eining, enginn einn hópur, senr gæti gert
gildandi þau ilröfuðatriði, menningarleg og stjórnmálaleg, sem
hefðu getað opnað augrr fjöldans og sameinað lrann til átaka,
ef þeinr ilrefði verið fylgt nógu fast fram af þeinr andans nrönn-
um, sem einungis væru ósanrmála unr minna háttar atriði.
Skdldin — þeim lrafði konrið nrjög á óvart ófriðurinn, en þó
ennþá frekar sú grinrnrd, senr þar lrafði konrið í ljós, og þau
hörnrulegu hermdarverk, senr unnin lröfðu verið. Og svo varð
þeinr fyrst fyrir að spyrja: Búa ekki í rnanninum einhver þarr
öfl, senr ekki Irafa verið tekin með í reikninginn? Og nreð hlið-
sjón af kenningunr Freuds, hins austurríska læknis og sálar-
fræðings, senr ég nrun geta nánar síðar í þessari ritgerð, og