Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 131
JORÐ
289
„Rannsóknaráð ríkisins hefur farið fram á það við okkur, að við létum í
Ijós álit okkar á þeim mögulcikum, sem vera kunna til þess að virkja gufu til
rafmagnsframleiðslu og upphitunar, og jafnframt óskað eftir, að við kæmum
fram með tillögur um það. hvernig haga ha'ri undirhúningsrannsókn að slíkri
virkjun í sambandi við boranir, sem gerðar yrðu í nánd við Hveragerði eða
Hengilinn.
Við erum þeirrar skoðunar, að hér sé um merkilegt rannsóknarefni að ræða,
þar sein vel kann að revnast mögulegt að virkja með borunum eftir gufu á
hagkvæman hátt bæði rafmagn og hita, og að slík virkjun reyndist ódýrari en
vatnsaflsvirkjun.
Boranir þær, scm framkvæmdar hafa verið að Reykjakoti, benda til þess, að
um talsverða gufuorku geti verið að ræða á þessu svæði, og sé svo, má telja
víst, að slík orka sé mjög hagkvæm til virkjunar, ef miðað er við reynslu ann-
arra þjóða (Italíu) í þeim efnum.
Til þess að unnt sé að virkja slíka jarðhitaorku, þarf að gera allýtarlegar
rannsóknir á gufunni, mæla magn hennar og þrýsting og athuga, hvort hún
inniheldur óhreinindi og loft.
Tillögur okkar til framkvæmda í þessu máli eru því, sem hér segir:
1. Rannsókn sé þegar hafin á borholu þeirri, sem nú er við Reykjakot,
mældur gufuþrýstingur, hiti og gufumagn, rannsökuð öll cfni og lofttegundir,
sem gufan kann að innihalda, til þess að gengið verði úr skugga um, hvort þau
séu skaðleg vélum þeim, sem gufunni væri ætlað að knvja.
2. Boruð verði nú þegar ný hola, 8” víð, sem ætluð verði til aflframleiðslu.
3. Gerðar verði áætlanir um virkjun slíkrar holu og sett upp tilrauna-gufu-
túrbína, sem framleitt geti t. d. nægjanlegt rafmagn fyrir Reykjahverfi.
4. Reynist gufan mjög óhrein, þarf að gjöra tilraunir með hreinsun á henni.
þannig að hún verði nothæf í gufutúrhínu.
Við getum ekki, að svo stöddu, gefið nákvæmar upplýsingar um kostnað við
ofangreindar tilraunir, en ekki má telja ólíklegt, að hann muni nema 250—300
þús. krónum. Á hinn bóginn er ekki ólíklogt, að þarna sé unnt að virkja mörg
þúsund hestöfl á tiltölulega auðveldan hátt.
Ennfremur teljum við, að æskilegt væri, að nú þegar væri hafist handa um
vatnsrennslismælingar á köldu vatni, sem rennur fram úr Innstadal í Hengli,
og næðu þær vatnsmælingar yfir það langan tíma, að unnt væri með nægjan-
legri vissu að áætla minnsta rennsli, og væri þetta gert með það fyrir augum,
að vatnið yrði hitað upp með gufu og veilt til Rcykjavíkui til viðbótar heita
vatninu frá Reykjum, sem fyrirsjáanlega verður ekki nægjanlegt í náinni fram-
tíð, þegar bærinn vex. Reynist vatnsmagn þetta hæfilega mikið, yrði síðan
framkvæmdar boranir eftir gufu í Innstadal."
Mér þótti nú blása byrlega fyrir þessu máli, eins og komið
var. En sumarið leið svo, að ekki var neitt aðhafst að rann-
sóknum af ihálfu Rannsóknaráðsins eða bæjaryfirvalda. Tók
ég mig því til um haustið og setti í stand gamla, litla gufuvél
19