Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 32
190
JÖRÐ
Madme Lecocq flýtti sér að benda á mig og segja, að það væri
bezt að snúa sér til min, því að það væri ég, sem ætti erindi
hingað. Fannst mér þetta harla undarlegt, jafnvel ónærgætnis-
legt vegna ókunnugleika míns. Sá rauðhærði — ég held, að
hann hafi verið tileygður — spurði mig fyrst að nafni. Eg var
ekki lengi að svara þeirri spurningu, en hann klóraði sér í
höfði og sagði, að þetta nafn væri skrambi erfitt að skrifa, því
að hann var auðvitað með eitthvert eyðublað fyrir framan sig.
Ég bauðst til að skrifa nafnið mitt sjálf, og hann Jráði það. Svo
spurði hann mig, hvað ég væri gömul. Það var auðvelt fyrir
mig að segja: „trente deux ans“ (32 ára), en hann skellihló, sló
á lærið á sér og sagði: „Þér kunnið víst ekki mikið í frönsku,
fyrst Jrér gerið yður tíu árum eldri en þér eruð!“ Það tjáði ekki,
að ég fullyrti, að ég kynni vel að telja á frönsku. Hann skrifaði:
22 ára. Ég verð að skjóta því inn hér, að ég var mjög ungleg að
sjá; jafnvel í skólanum var mér ekki trúað, og þegar ég fór að
grennslast eftir því, hvers vegna ég ætti svo sem að gera mig
eldri en ég væri, komst ég að því, að það þætti ekki „comme il
faut“ fyrir tvítuga stúlku að ferðast ein til annarra landa og
Jrví segði ég ekki rétt til aldurs míns.
Svo held ég sögunni áfram. Næsta spurningin var: „Hvaðan
eruð þér?“ — „Frá íslandi" (Islande). Sá rauðhærði skemmti
sér ágætlega, hló og flissaði og leiðrétti mig: „Þér meinið Ir-
lande“ (Írland), og það skrifaði hann á eyðublaðið. Nú var
mér nóg boðið, og ég sagði honum hvatlega, að ég vildi ekki
láta rangfæra ætterni mitt. Við þjörkuðum dálítið um þetta.
Hann staðhæfði, að ég kynni ekki frönsku og ég, að hann kvnni
ekki landafræði, því að hann sagði, að ekkert land væri til, sem
héti ísland. Ég heimtaði landabréf af Norðurálfunni, svo að
ég gæti sannfært hann. Hann hló enn og sagði, að það væri vel-
komið, því að á skrifstofu tengdaföður síns héngi einmitt stórt
Evrópukort á veggnum. Hann sótti það, en viti rnenn, á Jrví
var ekkert ísland (það náði ekki svo langt í norður). Hann var
hreykinn og ég vandræðaleg. ... En í því kom tengdafaðirinn
og rak hann öfugan út með landabréfið og tók sjálfur að yfir-
heyra mig. Hann kunni vel deili á íslandi og amaðist ekki við