Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 132
290
JÖRÐ
úr línuveiðara og raíal og byggði yfir hana stálhús. Flutti síðan
vélina austur að Reykjakoti og setti hana þar upp 30. septem-
ber 1944.
Tók þessi fyrsta hveragufurafstöð til starfa þenna laugardags-
eftirmiddag. Ætlun mín með henni var tvenns konar:
í fyrsta lagi: að sýna almenningi fram á, að gufan, sem kæmi
úr jörðinni, væri nógu aflmikil til þess að snúa vélum. í öðm
lagi vonaðist ég til, að með því að hafa vél þessa sífellt í
gangi, mundi fást nokkur reynsla af því, hvernig hveragufan
ifæri með vélina.
Rannsóknaráð ríkisins lrafði ekki beðið mig um að setja
þessa stöð upp, og ég gat því ekki farið fram á að fá kostnað
minn endurgreiddan, en hann nam um 12,000 krónum. Ég
átti hins vegar tal um það við Rannsóknaráðið, hvort það
vildi ekki sjá um rekstur stöðvarinnar, en hann var í því fal-
inn, að láta smurolíu einu sinni til tvisvar á sólarhring á sjálf-
virkt smurningsáhald, sem sett hafði verið á vélina til þess að
gera gæzlu hennar einfaldari.
Varð það loks að samkomulagi, að Rannsóknaráðið tók
þetta að sér, enda kvaðst ég mundi verða að taka vélina niður
aftur, ef ekki væri hægt að sjá um rekstur hennar og þannig
öðlast nauðsynlega reynslu fyrir því, hvernig gufan tærði efnið
í vélinni.
Síðan þetta var, hef ég ekki haft tækifæri til að fylgjast með
rekstri stöðvarinnar eða því, hvað gert heifur verið til þess að
rannsaka gufuvirkjunarmöguleika Hengilsins, eins og sam-
þykkt var í bæjarráði Reykjavíkur og á Alþingi í febrúar 1944,
fyrr en nú fyrir skemmstu, er ég kom frá Bandaríkjunum.
En samkvæmt upplýsingum, er ég hef nýlega aflað mér, þá
má það heita sára lítið. Engar vatnsmælingar hafa verið fram-
kvæmdar á vatnsrennsli í Innstadal, sem hefur þó mikla þýð-
ingu fyrir framtíðarvirkjun til viðbótar Hitaveitu Reykjavík-
ur. Engin mæling hefur farið fram á gufuþrvstingi neinnar
gufu'borholu, og ekki hefur nreð hinum mjög ófullkomnu
áhöldum, sem Rannsóknaráðið hefur yfir að ráða, tekist að
bora neina nýja gufuholu. Loks hefur vélasamstæða sú, er ég
resti að Reykjakoti, ekki verið hirt og henni ekki haldið í