Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 102
260
JORÐ
þá niðurstöðu, sem hann eftir mikla og erfiða leit hefur komizt
að um tilgang lífsins á Jörðu hér; niðurstöðu, sem er jákvæð og
svo spakleg og spámannleg, að við hana mætti miðast allt, sem
gert er af einstaklingum og heild. . . . En víst er um það, að
ef Thomas Mann hefði strax að stríðslokum komizt að þeirri
stjórnmálálegu niðurstöðu og á þá skoðun um tilgang mann-
legs lífs, sem hann hefur nú öðlazt, og beitt til þess öllum sín-
um áhrifum í riti og ræðu, innan lands og utan, að sameina
jrjóð sína til jákvæðra átaka, þá hefði hann getað safnað um sig
f jölda af andan's mönnum, stjórnmálamönnum og stéttaforingj-
um og síðan milljónum bágstaddra og vonlausra landa sinna.
Og það er, frá mínu sjónarmiði, fullkomið vafamál, hvort hon-
um hefði ekki beinlínis tekizt að koma í veg fyrir þá Jrróun,
sem varð í Þýzkalandi, svo áhrifaríkur, sem hann hefur reynzt
eftir að hann tók að hafa afskipti af Jrjóðfélagsmálum. í stað
Jress notuðu afturhaldsöflin orð hans fyrstu árin eftir styrjöld-
ina í sínar þarfir, já, raunar alltaf, því að Jiau sögðu og töldu
þjóð hans trú um, að öll hans síðari framkoma hefði átt rætur
sínar að rekja til andlegrar hrörnunar, eins konar elliglapa,
sem hefðu einmitt komið yfiir hann fyrr en ella vegna neyðar og
niðurlægingar þýzku þjóðarinnar. ... En maður eins og
Thomas Mann, tekur ekki ákvarðanir um breytingar á við-
horfum sínum við þjóðfélaginu og mannlífinu, án þess að djúp
og einlæg sannfæring sé á bak við, og um Jiað, sem var, gildir
ekki að fárast, enda mikils um vert, að svo fór þó um þróun
skoðana og lífsviðhorfa Thomasar Mann, sem ræður hans,
greinar og skáldrit frá seinasta hálfum öðrum áratug bera um
rækilegt vitni.
Hermann Hesse, sem nú hefur fengið bókmenntaverðlaun
Nóbels, er einnig mikill og djúpskyggn sálfræðingur. Hann
grefur og grefur í mannlegt eðli, hvatalíf og tilfinninga: Mað-
urinn er tvískiptur: Annars vegar eru dýrslegar hvatir, sem
hann getur notið og látið dilla sér, hvenær sem hann gefur sig
þeim á vald, en hins vegar er svo hin samvizku- og skynsemi-
gædda, leitandi, samfélagslega sinnaða vera. Milli þessara
tveggja helminga mannlegs eðlis stendur sífelld barátta. Þessa
baráttu lætur hann okkur lifa með persónum sínum í jDjáningu