Jörð - 01.12.1946, Side 18
176
JORÐ
þai' er á sveimi? — Þú ert oft að skemmta þér, lilærð mikið og
hefur hátt, — en hvers vegna ertu aldrei verulega glaður? Þú
áttir kannski ekkert sérlega gott í bernsku, en manstu, hvernig
gleðin söng og hló í þér þá, oftast tilefnislítið? Af hverju ertu
alltaf að f 1 ý t a þér; af liverju gefurðu þér aldrei tóm til að
mynnast við stundirnar, sem eru að líða og koma aldrei framar?
Þú æðir í fang framtíðarinnar, eins og þú sért dauðhræddur
um að ná ekki háttum í gröfinni. Veiztu, hvað bíður þín, með
sama áframhaldi: Gleðilaus og gæfusnauð elli, með hörkulegTÍ
konu, sem fyrirlítur þig af því, að þú liefur svikið allar vonir
liennar, og með börnum, sem eru kaldgeðja af því, að þú hefur
aldrei kennt þeim neitt gott, og sem bera þá eina art til þín,
að óska að þú drepist sem fyrst, svo að þau geti erft reiturnar
þínar.
Hvers vegna — hvers vegna? Já, spyrðu sjálfan þig í þaula
og sýndu sjálfum þér nú einu sinni alveg saima tillitsleysið og
þú berð í brjósti gagnvart öðrum. Vertu einu sinni alveg misk-
unnarlaus við sjálfan þig; það borgar sig, það er ótrúlega hollt
að vera það á stundum. — Hvernig eru nú, þegar öllu er á
botninn hvolft, samskipti þín við förunauta þína á lífsleið-
inni?
Við skulum fyrst minnast á konuna þína: Varstu ekki fúll
og kaldranalegur við liana í morgun, áður en þú fórst til vinn-
unnar? Og þú reyndir ekkert að bæta úr því, þegar þú komst
heim til miðdegisverðar. Þú nefnir ekki með einu orði, að
steikin var hreinasta fyrirtak, en hreyttir ónotum af því súpan
var dálítið mislieppnuð. Og reyndirðu að vera skemmtilegur
og alúðlegur við hana í kvöld, þegar þið voruð bæði orðin
Jrreytt og áttuð að leita hvíldar hvort með öðru og huggunar
við því, senr ykkur hefur gengið á móti yfir daginn? Hefurðu
reynt að kynna þér samvizkusamlega, á hvern hátt karlmaður
gerir konu ánægða, eða hugsarðu bara um sjálfan þig og þína
ánægju? Minnistu þess ávallt, að hún giftist þér ekki til þess
eins að verða þjónusta þín, heldur til þess að verða glöð og sæl
með þér? — Og ef sambúð ykkar er orðin eins og vinskapur-
inn gerist venjulega milli hunds og kattar, hangirðu þá með
henni í hjónabandinu vegna þess, hvað umheimurinn rnundi