Jörð - 01.12.1946, Side 106
264
JÖRÐ
sögunni uxn bændur og Nazista (Der Kophlohn); hefur hún lýst
þannig harmleikjum þeim, sem fram hafa farið í baráttu sjó-
manna og bænda fyrir bættum kjörum, þar sem harðdrægir
atvinnurekendur og nazistar eru annars vegar, að lesandinn
minnist þess lengi. En eftir því sem ég veit bezt, mun Anna
Seghers — þrátt fyrir það, sem gerzt hefur í Rússlandi og Rússar
liafa tekið sér fyrir hendur gagnvart nágrönnum sínum, og
þrátt fyrir, að þeir loka landi sínu og leppríkjum fyrir útlend-
ingum — vera enn þann dag í dag kommúnisti.
Um hinar nazistisku bókmenntir er það að segja, að mér er
ekki kunnugt um, að þær leiddu í ljós neitt verulegt skáld, öll
þau ár, sem Nazisminn var vaxandi og síðan ríkjandi stefna í
þýzkum þjóðfélagsmálum, en vel má vera, að þarna hafi mér
yfirsézt — eða réttara sagt þau rit, sem ég hef leitað fróðleiks
í um þessi efni, látið hjá líða að geta merkisskáldrita frá hendi
þýzkra nazista. Þó mun ekki vera hægt að neita því, að harð-
stjórn Nazista hafi dregið mjög úr vexti þýzkra bókmennta og
bókaútgáfu, og að jafnvel þau skáld, sem nokkuð þótti að
kveða, en gengu þeim á hönd, hafi fátt skrifað að gagni eftir
uppgjöf síns persónulega frelsis.
Ég hef hér á undan aðeins getið fárra af þeim mörgu, mikil-
hæfu höfundum, sem skrifuðu á þýzku á hinum tveim áratug-
um milli styrjaldanna, en ég hygg, að þó að verk allra, sem ég
nefndi fyrst í þessurn kafla liafi verið of sérstæð til þess að þau
gætu nokkru um þokað í allri þeirri ringulreið og allri þeirri
neyð, sem ríkti í Þýzkalandi — einkum fyrstu árin eftir fyrri
styrjöldina — þá muni þau verða mannkyninu, nreð hæfilegri
túlkun til skilningsauka, að miklu og varanlegu gagni, vegna
hinnar djúpu alvöru, skarpskyggni og andagiftar, sem þau fela
í sér, og þeirrar innilegu samþjáningar með líðandi mannkyni,
sem í þeim er.
En skáldrit flestra hinna og þeirra, sem þeim eru minni og
ómerkari, munu einungis verða eins konar grafkumbl á of-
stækiskenndu, fáránlegu, trúlausu og hörmnlegu tímabili í
sögu þýzku þjóðarinnar, þegar mikill hluti skálda hennar jók
á bölsýnina, óhugnaðinn, sálsýkina — og þeir af þeim rithöf-
undum, sem þóttust þekkja úrræði, sáu engin önnur en nýja