Jörð - 01.12.1946, Side 11
JÖRÐ
169
banninga, sem óskar af heilum huga, að þjóð vorri megi verða lilíft við áfengis-
böli og að velsæmistilfinningum þjóðarinnar sé ekki misboðið, unz sjálfsvirð-
ingarlaus er orðin. 95% þjóðarinnar eiga samleið næsta áfangann i þessurn efn-
um, ef þeir, sem róttækari eru í þeim hóp, vilja þiggja það. Hvað svo tæki við,
þegar ávöxtur þeirrar samvinnu væri kominn í ljós, þarf ekki að ræða fyrr en
þar að kæmi. „Hverjum tlegi nægir sín þjáning." Svo bezt munu þær ráðstaf-
anir verða að gagni, að allir, er vel vilja, einbeiti sér einmitt að því að vanda
f r a m k v æ m d þeirra í hvívetna. A þeirri undirstöðu inætti þá e. t. v. á
sínuní tírna koina sér saman um nýja „fimm ára áætlun“.
Ætlar þjóðin sér að lifa?
AÐ er nú kannski ekki spurt svo mikið að því, hvað ein smáþjóð ætli sér
ir nú á dögum, — og þó — stendur líklega óhaggað enn lifslögmálið, forna,
að „hver er sinnar gæfu siniður". Hver, sem tekur sér stöðu undir merki sann-
leika og sjálfsvirðingar og lætur sér þaðan ekki hræra, hvorki við skjall né hót-
anir, hann er, þegar allt kemur til alls, undir sérstakri vernd hinna æðri og
orkumeiri lögmála og lífssviða, hvort heldur hann er einstaklingur eða þjóð,
— hann getur orðið fyrir hrakningum og lirindingum, en hann glatast ekki, þó
að allt hrynji í kringuin liann.
Ofangreind hugleiðmg leyndardóms þess að lifa, — lifa, hvað svo sem á dyn-
ur, lifa, þegar forganga hinir voldugu og hinir slóttugu, er reyndu að tryggja
sig ineð hylli hinna voldugu, — lnin er nú ef til vill ekki svo sérlega huggunar-
rík fyrir oss, hina örsmáu íslenzku þjóð, sem þó ýmislcgt virðist benda til, að
ætlað sé íuröumikilvægt hlutverk. Því einnig vér — og ckki öðrum síður — höf-
um látið dragast inn í hinn bandóða dans um gullkálíinn. Græðgin í peninga,
mciri peninga, og allt, scm fyrir peninga má kaupa, cr hér svo tryllt, að mn
lítið virðist hugsað, nema að krafsa þá til sín allt hvað af tekur. Svo tryllt er
sú græðgi, að fyrir löngu er hætt að aðgæta, hvað það er, sem hér á landi er
kallað peningar: að eitthvert helzta einkenni þess er, að það er alltaf að falla
í verði, gildi hverrar krónu síminnkandi, og það beinlínis vegna hinnar óskap-
legu eftirspumar, liinnar trylltu kröfu um meiri og mciri peninga.
Peningar eru í sjálfu sér ekkert vcrðniæti. Það verðmæti, sem þjóðin hcfur á
hverjum tíma til umráða, er framleiðsla hvers árs: fiskurinn, ketið, iðnaðar-
varan. Því meira, sem þjóðin liefur af þessu á hverjum tíma, því meira hefur
hún til skiptanna, því meira fær liver cinstakur þegn i sinn hlut af raunveru-
legum verðinætum og þægindum. Það, sem efnaleg velgengni hvers cinstaks
þegns því veltur á, er, að afkastað sé sem mestu og skynsamlegustu verki í þjóð-
félaginu á hverjum líðandi tírna. Þetta veltur á þvi, að almenningsálit sé til
í landinu, sem krefst vinnuhollustu af hverjum einstakling. Þjóð, sem misst
hefur tilfinninguna fyrir þessu, hefur þar með misst sína raunverulegu sjálfs-
bjargarlivöt, og hennar bíður þrenging, ef ekki annað verra. Og þjóð, sem er
svo tryllt af ágimd, að htin gefur sér ekkert tóm til athugunar á þvi, hvað hún
(Framhald á bls. 313.)