Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 97
JÖRÐ
255
þá skoðun í seinni tíð, að maðurinn eigi í rauninni að hefja sig
yfir sinn eigin persónuleik og svo sem renna saman við þá al-
vitund, sem lifi og hrærist í sjálfu undri sköpunarverksins, til-
verunnar. Athugum það, að þetta — bæði hjá honum og hinu
dáða, áður kommúnistíska, ljóðskáldi Auden, þar sem Komm-
únisminn hefur auðsjáanlega verið eins og hjá svo mörgum
öðrum, flótti frá veruleikanum — er í ætt við þau trúarbrögð
og þá lífstefnu, sein í Indlandi hefur haft þau áhrif, að speking-
ar og dáðir og dulmagnaðir dýrlingar þjóðarinnar liafa getað
horft upp á — eða lokað fyrir því augunum — öldum saman, að
tugir og á síðari árum máski hundruð milljóna af löndum
þeirra lifðu við hin bágustu kjör að öllu leyti og ættu yfir sér
vofandi hinn bitra brand hungurs, sem öðru hverju yrði svo
milljónum að bana. Já, Aldous Huxley, Auden og fleiri brezkir
snillingar fóru til Ameríku, þegar styrjöldin skall á, og lifa nú
í hinu eilífa sumri Kaliforníu, önnum kafnir við að flatmaga
sig í samband við alvitundina, senr ekki gerir neinar ákveðnar
og dagbundnar kröfur til sinna verðandi meðborgara!
Um James Joyes ræði ég ekki mikið að þessu sinni. Hann var
svo sérstæður í merkustu bókum sínum, að hann hafði ekki
skilyrði til þess að hafa bein áhrif á allan þorra manna, heldur
einungis sem lærifaðir annarra rithöfunda, sem voru Ijósari í
allri framsetningu, en notuðu sér sitthvað af nýrri tækni hans
og kæmu auga á sálarleg fyrirbrigði í skáldskap hans, er væru
þeim ný. Sjálfur fór hann ótal krákustíga í aðalskáldriti sínu
Ulysses; þurfti að öllu að >huga, geta sér til um hvern krók og
kinra sálarlífsins, fara um allar trissur hins daglega lífs, neyta
allra sinna skynfæra og allrar sinnar getspeki og lýsa þessu öllu
saman — já, helzt ekki skilja neitt eftir. Og James Joyes hefur
þegar lagt allmikið landsvæði undir ríki skáldskaparins, haft
áhrif á fjölmarga rithöfunda, víðs vegar um lönd, höfunda, sem
farið hafa könnunarferðir eftir ltans fyrirsögn.
Ýmis önnur mikil skáld og listræn hafa ýmist komið fram á
þessu tímabili — eða skrifað eftir heimsstyrjöldina fyrri beztu
verk sín. En þessi liafa vakið rnesta athygli, af þeim, sem ortu í
óbundnu máli, og þeir Lawrence, Huxley og Joyes haft mest
áhrif út á við.