Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 77
JÖRÐ
235
Því næst:
— Þú tókst lyklana.
— Ja-á. Hann var fastmæltur.
Hún — líka dálítið fastmælt:
— Nú ræður þú þeim.
Hann greip annarri hendi upp í sperru, hinni í rúmstokk-
inn.
— Já, nú ræð ég þeim.
— Það er gott.
Hann þagði. Hélt ennþá sömu tökunum — á rúmstokknum,
á sperrunni.
Loks:
— Finnst þér þú ennþá vera ósköp mikið barn, Sólveig mín?
Eftir svo sem andartak:
— Æ, ég veit það ekki. Þú veizt nú, hvernig hún. . . .
— Ja, hún er nú frá. . . .
Nokkur augnablik. Svo varp Sólveig öndinni.
— Já, það er hún trúlega.
— Ekkert trúlega með það.
Enn þögn. Svo:
— Nei, mér finnst ég víst ekki vera svo mikið barn. Ég verð
nú líka þrjátíu og eins núna á vetrardaginn fyrsta.
Hann ræskti sig enn, sagði síðan:
— Já, því það er svolítið, sem ég tel rétt, að þú vitir.
— Nú?
— Já, það eru þessar sífelldu breytingar.
— Ha?
Tómlátlega:
— Já, hann sagði svona við mig, hreppstjórinn okkar, vorum
einir vitaskuld:
— Hvað ætlast þú nú fyrir, Finni minn?
— O, ég veit það svo sem ekki, sagði ég.
— Við vildum nú síður missa ykkur liérna úr hreppnum,
sagði hann.
— Það er nú eins og það er, sagði ég.
Þá brosti hann.
Þá held ég, að ég hafi nú gefð honum miðlungi fallegt auga,