Jörð - 01.12.1946, Page 70
228
JÖRÐ
var eiiis og hann yrði skjálfraddaður, þegar kom að þessu Veiga
litla.
— Nei, hún er svo stöin og góð núna, brúin.
Já, hún gekk alveg Iiiklaust, stúlkan. En maðurinn sagði:
— A ég ekki að taka í höndina á þér og styðja þig yfir stein-
inn? Hann sleppti þessu Veiga litla.
Hún filökti augunum, liristi höfuðið og brosti. Og hún sté
lipurlega yfir steininn á brúarendanum. Hún leit ekki á
manninn.
Þau liéldu áfram heim að bænum. í túnfætinum var rauður
hestur á beit. Hann hætti að bíta, reisti makkann, sperrti eyr-
un og hneggjaði. Eins og ósjálfrátt herti maðurinn gönguna,
og Sólveig gerði það þá líka. Hún iiafði ekki augun af hest-
inum.
— Biessuð skepnan, sagði luin lágt og eins og við sjálfa sig.
En nú heyrðist hundgá. Það var eins og hijóðið kæmi neðan
úr jörðinni — nokkurn spöl í burtu.
— Vesalings kvikindið, sagði Sóiveig.
Maðurinn sagði ekkert, en ennþá greikkaði hann sporið.
Hestur og hundur buðu liann — buðu þau velkomin heim í
mannlausan bæ. Mannlausan bœ. Hann deplaði augunum og
eins og velti fyrir sér orðunum. Allt í einiu glotti hann, og það
brá fyrir hlakki í augunum. Svo hleypti hann brúnum og skim-
aði, varð íhugandi, varð nærri því skugga'legur á svipinn.
Þau gengu fram hjá klárnum. Maðurinn þagði, en liann
gaf hestinum hornauga — lét þar við sitja. En Sólveig rétti fram
höndina, og klárinn kumraði. Og hún livíslaði, um leið og
lnin fór fram hjá:
— O, Sóta-tetur, o, Sóta-skinn!
Þegar jrau komu heim á lilaðið, giamraði í hellunum, sem
voru sumar rétt vel skorðaðar. Þá hækkaði geltið og varð síðan
að aumkunarlegu gó’li, sem var blandið flaðurkenndum
fögnuði.
Þau námu staðar og iitu bæði út itil sjávarins. Þar féll hóg-
lát góðviðrisaldan upp að gulleitum sandi, en úti við nesin sá
í hvíta falda, og daufur niður barst heim að bænum.