Jörð - 01.12.1946, Side 63
P. V. G. Kolka:
Jósep á Hjallalandi
HJALLALAND er ein af mestu jörðum í Vatnsdal, því að
þar eru engjar miklar út úr ágætu túni, mestallar véltæk-
ar, og má heyja þar 2000 hesta. Þar bjó lengi beggja megin
aldamóta Jósep Einarsson frá Svínavatni, bróðursonur Skafta-
sens læknis, afarmenni og ferlegur í útliti, a. m. k. á efri árum.
Lengi mun Hjallaland bera menjar hans, því að hann gerði þar
mannvirki mikil og var í öllu hinn stórtækasti. Túngarðinn
hlóð hann úr stórgrýti og var að því í 5 ár. Garðurinn var ekki
aðeins ætlaður til að verjast ágangi búpenings, heldur og til
varnar skriðum ofan úr fjallinu. í honum miðjum, beint upp
af bænum, er bjarg mikið, flatt á þeirri hlið, er inn veit, og
stendur þar ártalið 1875, en þá var lokið við garðinn. Systur-
sonur Jóseps, Einar bóndi á Hjallalandi Sigurðsson, sem ólst
upp með frænda sínum, hefur sagt mér, að 5 menn hafi verið
heilan dag að koma steini þessum ofan úr fjallinu og fyrir í
hleðslunni. Hefur þó munað um Jósep sjálfan við það verk, því
að hann var allhár maður, digur sem tröll og sterkur að sama
skapi á yngri árum, svo sem langfeðgar lians margir í Skafta-
kyni.
Jósep reisti hús öll á Hjallalandi og þau ekki kotungsleg.
íbúðarhúsið var gert á 9. tug fyrri aldar, byggt úr timbri, með
þykkum kömpum úr torfi og grjóti, er síðar voru rifnir og var
lnisið þá járnklætt. Þar eru viðir mjög sterklegir, hátt til lofts
og vítt til veggja og forstofa mikil, er inn er gengið. Enn leng-
ur munu þó standa heyhlöður Jóseps, en þær eru 4, allar grafn-
ar mikið í jörð og hlaðnar meira en mannhæðarhátt úr stórum
Páll V. G. Kolka, læknir, á Blönduósi, hefur lengi verið þjóðkunnur
sem skeleggur þátttakandi í þjóðmálaumræðum, gott og sórkennilegt
ljóðskáld og bragfra’ðingur og ágætur skurðlæknir. Heimili hans er mið-
depill Austur-Húnavatnssýslu. Nú er hann að skrifa Húnvetningasögu,
og er þáttur þessi þaðan tekinn.