Jörð - 01.12.1946, Síða 90
248
JÖRÐ
glæstu og veitandi auðmanna og tætti þau í sundur og gleypti
síðan allan veizlukostinn. Um leið var ölið af könnunni hjá
skámána-skáldunum, og það þeirra, sem liafði þótt djarfast og
minnst bundið danskri bókmenntahefð, hlaut heldur en ekki
„skell fyrir skildinga“. Til eru íslenzkar sagnir um Jrað, að
skáld, sem hafi misnótað gál'u sína, hafi verið svipt henni —
ýmist um tíma eða ævilangt. Og lík þessu urðu örlög Emils
Bönnelykike. Á því var ekki talinn nokkur vafi, að hann hefði
góða skáldgáfu til að bera, en segja nrætti, að eftir að veru.leik-
inn batt bráðan endi á veizluhöld og gleðilíf hinna nýríku, hafi
skáldgáfa Bönnelykkes sprungið eins og blaðra, sem hefði ver-
ið þanin um of af vindi. Síðan á þessum árum hefur honum
ekki auðnazt að skrifa neitt, sem nokkuð verulegt þætti í
spunnið eða nokkur tæki í rauninni tillit til, og hefur hann þó
gert mjög alvarlegar tilraunir til að endurnýja list sína á vett-
vangi annarra viðfangsefna en þeirra, sem voru honum áður
svo nrjög að skapi.
„ ,, , , Þó að Frakkland væri meðal sigurvegaranna í
Fralílílnnd ° °
styrjöldinni, hafði það í raunmni orðið fyrir
rnjög þungum búsifjum. Það náði að korna fram vilja sínum
í Versölum, en þar með var ekki allt fengið. Erfiðleikarnir
voru margvíslegir, og það, sem verst var: Mikill hluti þjóðar-
innar vildi ekki skilja, að þeir væru fyrir hendi. Auðmenn og
jafnvel yfirleitt þeir, sem eitthvað áttu, sögðu: Það eru ekki
við, sem eigunt að bprga brúsann. Það er Þýzkaland. Og
hefndarhugur alls þorra manna studdi þá í að þrjózkast við
að greiða nýja, en nauðsynlega skatta. Þó var hægt að sýna
fram á, að jafnvel þótt Þýzkaland stæði í skilum með allar
sínar greiðslur, þá nægði það alls ekki til viðreisnar því, sem
farið hafði forgörðum í ófriðinum, og til þess að koma á nauð-
synlegum félagslegum umbótum. Auk þess var ljóst, að svo
framarlega sem Frakkland ætti að verða slíkt iðnaðarríki sem
nauðsynlegt var að það yrði, ef það vildi halda framvegis að-
stöðu sinni sem stórveldi — vera áfram mikilvægur aðili að al-
þjóðamálum — þurfti sérstakar ráðstafanir af hendi þings og
ríkisstjórnar, ef ekki um ríkisrekstur, þá að minnsta kosti um