Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 130
288
JÖRÐ
virkjanir, ogihvatti mjög til þess, að menn sameinuðust nú um
að gera gangskör að því að rannsaka virkjunarmöguleika gufu-
hvera. Sendi ég grein þessa öllum bæjarfulltrúum hinn 18.
febrúar 1944, ásamt svohljóðandi bréfi:
„Hjálagt leyfi ég mér að senda yður „Vísi" frá 11. febrúar s. 1., en í honum
birtist grein um virkjun gufuhvera til hita- og rafmagusframleiðslu. Þætti mér
vænt um, ef þér vilduð kynna yður innihald greinar þessarar rækilega og taka
til athugunar, hvort ekki væri rétt, að Reykjavíkurbær gæfi því máli, sem þar
um ræðir, meiri gaum, en verið hefur til þessa, og láti hefja þær athuganir,
sem síðar kunna að verða mikilvægur undirbúningur gagnlegra virkjana."
Var bréf þetta skömmu síðar lagt fram í bæjarráði, og þar
samþykkt að beina þeirri áskorun til þingmanna Reykjavíkur,
að þeir beittu sér fyrir því á Alþingi, að hafnar yrðu rann-
sóknir á virkjunarmöguleikum gufuhvera í Henglinum. Þing-
mennirnir tóku málið upp, og gekk það viðstöðulaust gegnum
þingið. Var í ársbyrun samþykkt svohljóðandi þingsályktunar-
tillaga:
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta, í samvinnu við Reykja-
víkurbæ, hið allra fyrsta fram fara rannsókn á virkjun gufuhvera í Henglinum
til hita- og rafmagnsframleiðslu. Skal semja við Reykjavíkurkaupstað um skipt-
ingu kostnaðar við rannsóknir þessar milli ríkissjóðs cg bæjarsjóðs Reykja-
víkur, og heimilast að greiða nauðsynlegt fé í þessu skyni úr ríkissjóði."
Samhliða því, að þetta gerðist, átti Rannsóknaráð ríkisins
tal við Benedikt Gröndal verkfræðing og óskaði eftir því, að
við senrdum sameiginlega álitsgerð um það, hvernig haga bæri
nánari rannsóknum og franrkvæmdum í sanrbandi við gufu-
boranir og virkjanir eystra. Mun ráðið, að svo stöddu, ekki
liafa óskað að taka afstöðu til bréflegs tilboðs, er Vélasmiðjan
Jöttinn h.f. liafði gert ráðinu þann 18. febrúar 1944 unr snríði
jarðbors til borunar 12 tomnru víðra liola og smíði aflvélar
(gufutúrbínu) fyrir hina fyrstu virkjun.
Tillögur okkar Gröndals, dags. 2. marz 1944, gengu nú til
Rannsóknaráðsins, en þaðan til ríkisstjórnarinnar, og liggj3
þar enn og bíða úrlausnar,
Bréf okkar var svohljóðandi: