Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 143
301
JÖRÐ
sama fram, nema hvað þetta hásæti var autt. Ríkisstjórinn var
fjarverandi: Einkennisskikkja hans var lögð í sætið og skyldi
hún tákna það, að hann væri nærstaddnr í andanum.
Næst var ég leiddur fram í salinn og settist þar á gólfið, á
ábréiðu, hjá munkunum, öðrum megin við auða ganginn, sem
myndaðist eftir miðjum salnum. Þar var mér borið te, full skál
af rísgrjónum og steikt brauð og táknaði það, að ég væri boð-
inn velkominn. Ég mundi, hvað mér bar að gera, og dreypti því
aðeins á teinn og snart rísið með fingurgómunum. Drengur-
inn í hásætinu dreypti líka á tei og átti það að vera vináttu-
merki. Ekkert orð var talað.
Barnið tók nú til sinnar daglegu iðju að blessa hina löngu
runu pílagríma, sem biðu þeirrar mi’klu stundar fram við
dyr. í röskar tuttugu mínútur streymdu þeir fram hjá hásætinu
og snart drengurinn höfuð hvers og eins um leið og hann
straukst frarn hjá. Söfnuðurinn, sem blessnn hlaut, var ærið
mislitur. Þar voru heldri menn í pélli og purpura, fátækir
hjarðmenn í þefmiklum sauðarúlpum. Þar voru krúnurakaðir
prestar og krúnurakaðar nunnur. Drengurinn snart hina hæst-
settu með báðum höndum. Minni háttar embættismenn fengu
aðra höndina. Afgangurinn, þar á meðal allt kvenfólk, varð að
láta sér nægja með það, að drengurinn snerti höfuð þeirra með
skúf, sem festur var á stutt prik. Þótt hann væri kominn af fá-
tækum bændum, leysti hann störf sín af hendi eins og bezt
mátti sæma konungssyni. Og þó gat hann stnndum ekki varist
örlitlu brosi.
Margir pílagrímanna virtust vera barmafullir og utan við sig
af lotningu, þegar þeir gengu hálfbognir af hneigingum fram
hjá hásætinu og fórnuðu nokkrum koparskildingum, sem þeir
köstuðu á skör þess. En ekki mátti tefja. Tröllaukinn munkur
sá um það, að fylkingin héldi áfram. Skikkja þessa brúnaþunga
risa var alsett áberandi en fölskum bótum og átti það að tákna
auðmýkt. Þegar nokkur hundruð manns höfðu hlotið þessa
blessun, þrumaði munkurinn fyrirskipun og móttökunni var
lokið. Þegar söfnuðnrinn tíndist út, fékk hver maður silkiháls-
band til merkis um, að hann hefði hlotið blessun æðsta prests
Buddhatrúarmanna.