Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 71
JORÐ
229
Svo fóru þau inn, karl og kona, og svartur hundur fagnaði
þeixn í göngunum.
MAÐURINN sat á rúmimu sínu í baðstofunni og hallaðist
fram á hendur sínar. Hann hafði tekið ofan hattkúfinn,
og 'ljóst hárið reis í úfnum sveipum og toppum, sem lögðust
sitt á livað. Það minnti á loðinn múga í slægju, þar sem topp-
arnir standa sumir sem óhreyfðir á rótinni, en aðrir hafa fallið
— og enn aðrir sveigzt út á þessa eða hina hliðina.
Sólveig var að lneyta kúna, og Lubbi hafði farið með henni,
svo að maðurinn var aleinn í baðstofunni. Þetta var ekki mikið
hús, þrjú gólf, en vel var það viðað, sperrurnar gildar og úr
kostaviði — og borðin í súðinni breið og kvistalítil. Það var
langt í land með það, að þessir viðir yrðu torthningunni að
bráð.
Maðurinn var eins og í vandræðum með hendurnar á sér.
Hann þuklaði þá vinstri með þeirri hægri, og síðan þá hægri
með þeirri vinstri. Þetta aftur og aftur. Svo horfði hann niður í
gólfið eða upp um súð og rjáfur, en við og við hvarflaði hann
augunum að rúminu, sem var á móti því, er liann sat á.
Yfir þetta rúm — andspænis hans — var breidd salonsábreiða,
svört, rauð, gul og græn. Hún liafði löngum liaft gaman af
litum, sú, sem hafði sofið í þessu rúmi, og fyrir réttri vikti
léku blakkir og skinhoraðir fingur hennar síðast um þessa
svörtu og rauðu, gulu og grænu þræði, léku um þá síðast alls
í þessari veröld. ... já, þarna var brekanið ennþá — en hún
sjálf?
Nú spurði enginn:
— Hvernig var hún búin við jarðarförina, hún Jórunn mín
í Reykjarfirði? Hafði hún fengið nýfct slifsi — rétt einu sinni —
blessunin?
Eða:
— Eru þau ekki snör og liífleg ennþá í honum augum, hon-
um Jónatan mínum í Skoruvík? Náði liann sér í nokkuð í
staupinu, maður sá, því ekki inundi hann hafa haft það að
heiman?
Allt í einu hló hann kuldahlátur, maðurinn. En hláturinn