Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 105
263
JÖRÐ
mennirnir finni sig sem eina, samhæfa og innilega heild, en
ekkert finnst honum vera fjær. Frá hjarta til hjarta berast
raddir, en þó að mennirnir inætist, þá heyra þeir þær ekki.
Þykkir lappar óhagstæðra aðstæðna og vanhelgandi hugsana
hafa lagzt þétt að eyrum þeirra — og hvenær — og hvernig. . . . ?
Enginn, sem hefur hæfileika til að lifa sig inn í þesSar bækur,
gleymir þeim nokkurn tíma eða höfundi þeirra. Okkur finnst
við hafa fylgt honum á langri göngu, þar sem hann á blæðandi
herðum og höfði hefur borið kross mannanna-og hvort er
ástæða til að harma framtíð mannkynsins — meðan slíkir menn
eru til?
Þeir höfundar, sem annað virtist ekki vaka fyrir en að lýsa
hörmungarástandinu, oft með tilhneigingu til að sverta heldur
en hitt, voru svo sem haldnir af einhverri bölþrá, sem laðaði þá
til hinna hryllilegustu lýsinga. Jafnvel hjá stórskáldinu Alfred
Döblin bregður því oft fyrir, að hann lýsir einhverju andstyggi-
legu, sem er gersamlega gildislaust fyrir söguna. Hann virðist
eingöngu grípa það upp af ,leið sinni til að ýta upp að nefinu
á okkur svo daunillum hlutum, að okkur liggi við að selja upp
lifur og lungum. Þá lýsir hann einnig hryllilegum atburðum
á Jrann liátt, að líkja má við Jrað, að okkur væri tilkynnt lát
einhvers manns með því að fleygja í fangið á okkur rotnandi
líkinu. Hann telur líka nauðsynlegt að lýsa hreyfingum þarm-
anna og frekari starfsemi meltingarfæranna, spýtandi kirtlum
og aðstreyminu til nýrnanna, sem hann líkir við fólksstraum
til vöruhúss. Hjá hinum mjög svo fræga kommúnista, Bert
Brecht, sem hefur mikla og listræna skáldgáfu til að bera, gætir
einnig svipaðra hneigða, og þar er svartsýnin, bölhyggjan svo
róttæk, að hann leysir í rauninni upp öll mannleg verðmæti.
Hvað þá um hina minni spámenn, sem skortir Jrað skáldlega
flug og Jrann þrótt, sem er þó til staðar hjá þessum skáldum
að öðrum þræði, og oft og tíðum í mjög ríkum mæli hjá Döb-
lin? Þá voru skrípabullarar, sem þutu upp eins og flugur á
haug, en voru gleymdir og grafnir eftir stuttan tíma. Svo ber
að geta þess, að til voru kommúnistar, sem lýstu raunhæft, en
án alls sóðaskapar og oft af átakanlegri list, svo sem Anna Seg-
hers í skáldsögu sinni, Fiskimannauppreisnin í St. Barbara, og