Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 9

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 9
9 með honum. Hann fór hörðum orðum um synd og svívirðingu, en hann vísaði á hina einu lind, er laugað fær burt alla synd: blóðið Jesú Krists. Hann benti á veginn til lifsins, sem enginn fær fundið nema fyrir frelsarann, sem sjálfur er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Hann talaði huggunar orðum til sorg- mæddra hjartna, og benti þeim á hann, sem huggar alla, er syrgja, ber umhyggju fyrir öllum sínum börn- um, og segir: „Komið til mín, allir þjer, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, jeg vil gefa yður hvíld. „(Matt 11, 28).“ Sóknarfóikinu var nýtt að heyra gleðiboðskapinn þannig boðaðan, og margir urðu til þess að opna hjarta sitt og snúa sjer til guðs. Meðal þeirra var Hildur Hún leit nú allt öðrum augum á sorgir og þrautir lífs síns. Nú skildi hún að það var guð, sem rjeði, og nú tók hún á móti því úr hans hendi. Að vísu horfði hún með kvíða til þess dags, er maður hennar átti að koma heim, en hún iagði örugg framtíðina á drottins vald, hún vissi að hann gat snúið öllu til hins bezta. Börnin hennar voru á sunnudagaskólanum og það voru þeirra mestu gleðistundir, er þau dvöldu á prestsetrinu og fengu að leika sjer með börnum prestsins. Eitt kveld sagði frú Wilimann þeim sögu um lítinn svertingjadreng í Afríku, sem hafði bjargað húsbónda sínum undan morðingja hendi. „Það er leiðinlegt, “ sagði Jóhann iitii, „að

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.