Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 8

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 8
8 en þegar harm kemur nú heim, þá byrjar gamla baslið aptur." „Hefu rhann skrifað ykkur síðan hannfór." „Mjög sjaldan er það." „Aumingja Hildur! Þjer hafið gengið í gegnum mikla raun. En hafa þjáningarnar orðið yður til blessunar? Hafið þjer sjeð handleiðslu guðs í þessu?" Hildur þagði. „Sjáið þjer til," sagði frú Willmann. „Drottinn vill ekki hryggja mennina, hugsanir hans eru fríðar hugsanir. Hann elskar yður og vill gefa yður eilífa sælu. Til þess að þetta megi verða, lætur hann stuðla jafnvel það, sem oss finnst sárast. Pví hinu illa getur hann snúið til góðs. Geflð honum hjarta yðar, og þjer munuð sjá og reyna að allt fer vel." II. Koma prestskonunnar á heimili Hildar, var mikill viðburður í hinu tilbreytingarlitla lífl hennar og barna hennar. Sunnudagarnir voru upp frá þessu reglulegir hátíðadagar fyrir þau 011. Þegar kirkjuklukkan tók að kalla fólk til guðs- þjónustu, lögðu þær mæðgur ætíð af stað með hjól- börurnar og Jóhann litla áleiðis í guðs hús. Ungi presturinn safnaði mörgu fólki umhverfis ræðustólinn sinn. Hann talaði um kærleika guðs til syndugra manna, um gæfuna og gleðina, sem er því samfara að gefa guði hjarta sitt, og lifa lífl sínu

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.