Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 6

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 6
„Já, mjer þætti miög vænt um að sjá ykkur heima hjá mjer, og það getur verið dálítil tilbreyt- ing fyrir litla, sjúka vininn rainn." Húsdyrunum var lokið upp og móðir barnanna kom inn. Hún var há og grannvaxin, fremur ung- leg í útliti, en þreytuleg á svip. „Þarna kemur víst móðir ykkar," sagði prests- konan, „það var gott að jeg fjekk einnig að tala við yður. Jeg er kona prestsins ykkar nýkomna, og jeg kom hingað til að bjóða börnunum yðar að taka þátt í sunnudagaskóla, sem við hjónin ætlum að fara að halda." „Það var fallega hugsað, vill frúin ekki fá sjer sæti?" Hildur þerraði af stól með svuntunni sinni og bað frúna að „gjöra svo vel." „En hvað allt er hreint og snoturt hjá yður," sagði hún um leið og hún settist á stólinn. „Segið þjer mjer nú eitthvað um hagi yðar. Manninn minn og mig langar mjög til aö kynnast nýja sókn- arfólkinu okkar, og vera því hjálpleg eptir því, sem við getum. Eruð þjer ekkja?" „Jeg get svarað bæði játandi ogneitandi," svar- aði Hildur, „hann er í fangelsi hamf Steinn" sagði hún í lágum hljóðum. Frú Willmann tók í hönd hennar og horfði á hana mað hluttekningu „Ó, þá hafið þjer orðið að þola mikið. Geta börnin ekki farið eitthvað út fyrir á meðan við tölum saman? Sigríður, farðu með þeim niður að vagninum og sýndu þeim hestinn, já, segðu honum Níels að aka ykkur

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.