Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 12

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 12
12 vakti óþægilegar tilfinningar að hugsa um það. Hvað skyldihann þá segja erhannheyrði að Steinn, væri nú orðinn dugandi og reglusamur maður? Og þarna var knæpan. En húsið var orðið eitthvað umbreytt, það var búið að mála það svo fallega, og það voru hvít gluggatjöld fyrir hverjum glugga; það var svo sem ekki líkt neinni drykkjukrá núna. Og nú kom hann auga á húsið sitt. Hann fjekk hjartslátt. Ætli konan hans og börnin sjeu þar þá enn? Vjer skulum allra snöggvast bregða oss inn til Hildar og barnanna. Hún hafði fyrir guðs blessun og óþreytandi vinnu, getað haldið í húsið, og jafnvel bætt við sig ýmsum búsgögnum, sem maður hennar hafði áður veðsett og selt fyrir vín. — Hún sat nú inni í litlu stofunni með bæði börnin sín. Það var nærri því dimmt, því það var áliðið sumars, þau höfðu ekki kveikt ljós. Þau yíssu að nú átti Steinn að vera laus úr fangelsinu í dag, og bjuggust við honum með hverri eimlest. Nú var seinasta lestin komin, ætli hann hafi þá komið með henni? Þau sátu þegjandi í legubekknum, og Jóhann litli hallaði höfðinu að brjósti móður sinnar. Þeim var öllum hálf órótt innan brjósts; þau höfðu nú haft frið og næði á heimilinu svo lengi. „En mamma," sagði Karen hægt, „ætli það geti nú ekki skeð aS pabbi hætti að fara á knæpunu?" „Við skulum vona það Karen mín." „En ef hann gjörir það nú ekki?" „Við getum ekki gjört neitt nema biðja guð fyrir honum." „Ef jeg væri nú ekki krypplingur, þá gæti jeg hjálpað nonum til í smiðj-

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.