Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 11

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 11
11 var búinn að kveðja bæði fangavörðinn og fangelsis- prestinn, presturinn hafði áminnt hann með vin- gjarnlegum alvöru oiðum, að byrja nú nýtt líf. Steinn var að hugsa um orð hans og líf sitt. Það hafði verið aumt! Hann, sem hefði getað lifað svo góðu lífi, og átti góða, reglusama konu. En ofdrykkjan hafði eyðilagt hann og Jóhann litli vesling- urinn, hvernig ætli honum líði! Það verður gaman að sjá þau öll aptur. Ætli konan hans hafi nú getað haldið húskofanum, eða skyldi hún vera komin á sveitina? Ósköp var að vita tii hans, að hann skyldi ekki hafa skiáfað þeim eitt orð í 3 ár. Nú ætlaði hann þó að vinna fyrir þeim, og láta þeim líða vel, á knæpuna ætlaði hann aldrei að koma framar. Hann fór að afklæða sig og hugsaði með gleði um það, að þetta væri seinasti dagurinn, sem hann væri i fangafötum, daginn eptir átti hann að fá sín eigin föt, og svo að fara heim. Hann lagðist útaf á fletið sitt, en hann gat ekki sofnað, hugurinn reikaði víða, og hann bylti sjer ónotalega fram og aptur. Loks ljómaði af degi, og hann kvaddi fangelsið fyrir fullt og alit. • Það var dagleið heim til hans; og undariegar voru tiifinningar hans, er hann steig fæti sínum seint um kvöldið á veginn, er lá frá brautarstöðvum heim til hans. Þarna var kirkjan. Skyldi þa gamli presturinn lifa enn þá, opt hafði hann áminnt Stein um að bæta ráð sitt. — Þarna var húsið hans Karls, seni hafði mest og bozt ginnt hann á knæpuna. Það

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.