Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 29
29
fyrst mjer er boðið. Það væri skárri ókurteysin,
að fara ekki.“
„Þetta getur nú verið Helga mín, en það er
nú dánardagurinn hans föður þíns heitins á iaugar-
daginn, og jeg kynni ver við að vita þig í glaumi
þann dag.“
„Það er nú orðið svo langt síðan.“
„Ekki finnst mjer það nú, vel man jeg eptir
því, sem þá gjörðist, og jeg vil ekki gleyma því.
Þú veizt Helga mín þar að auki að jeg er
ekki vel frísk, læknirinn kom hjerna í dag og
sagði mjer að jeg yrði helzt að liggja í rúm-
inu, en kringumstæðurnar leyfa mjer það ekki.“
„Ertu veik? Þessir læknar skipa manni nú
æfinlega í rúmið, en blessuð fáðu þjer nú almenni-
lega vinnukonu um tíma, naumast kostar það nein
ósköp.“
„Við skulum ekki tala meira um það núna
góða mín, jeg reyni að vera á fótum á meðan jeg
get, en hvað þennan dansleik snertir, þá veiztu að
jeg vil síður að þú farir í þetta skipti, jeg banna þjer
það samt ekki, ef þjer finnst það viðeigandi."
Helga sagði ekkert. Hún gekk út að glugg-
anum, og horfði út á götuna. Þarna gengu þær
ína og Anna, þær voru á leiðinni til S. með kjóla-
efnin sín, en hún sat hjer og gat líklega ekki farið
neitt. Munur var nú á!
fær litu hlæjandi upp í gluggann til hennar
um leið og þær gengu hjá. Hvað átti Helga til
bragðs að taka?