Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 13

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 13
13 unni," sagði Jóhann, „þá hefði jeg kannske líka getað komið í veg fyrir að hann sje með honum Karli." „Elsku barn, það gætir þú ekki!" „Mig langar svo til að hjálpa honum pabba til að losna við þessa eymd," sagði drengurinn „en jeg get ekkert gjört." „Þú getur beðið guð, og himnafaðirinn heyrir bænir, einnig þínar, Jóhann minn." í sama bili heyrðist fótatak úti fyrir. Hildur hafði ákafan hjartslátt, er hún lauk opnum dyrun- um. „ Ó, faðir, himneski faðir, hjálpaðu mjer, styrktu mig!" andvarpaði hún. „Það ertþáþú, Hildur!" sagði Steinn og rjetti henni höndina, „komdu sæl, hvernig líður ykkur?" Hann gekk inn í stofuna; Karen þaut á móti honum og Jóhann litii haltraði á hækjunni til hans. Kona hans kveikti á lampanum. Steinn faðmaði börnin að sjer með táiin í augun- um. „Enn hvað þið eruð orðin stór, og það er svo snyrtilegt hjá ykkur, jeg var svo hræddur um, að þið hefðuð orðið að flytja hjeðan." „Guð hefur litið i náð til okkar", sagði Hildur. „fú ert víst svangur, Steinn? Jeg ætla að hugsa um kveldverð handa þj<sr." Hún gekk fram í eldhús- ið, en Karen tók fram diska og skeiðar, og bráðum sátu þau öll að kvöldverði. Þau töluðu ekki mikið saman, en þegar búið var að bera af borðinu, tók Hildur ritninguna og sagði: „við erum vön að lesa guðs orð áður 0:1 við göngum til svefns; villt þú hlusta á, Steinn?"

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.