Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 20

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 20
20 „Hann er kominn heim til frelsara síns," sagði presturinn og tók um hönd hennar. „Hildur!" hrópaði Steinn, „hann Ijet Iífið fyrir mig! Geturuðu nokkurntímafyrirgefiðmjer." Hildur fölnaði sem nár; steinþegjandi gekk hún inn í smiðjuna. Þar lá Jóhann litli með bros á vörum, en veslings fatlaði líkaminn var sundur marinn og blóðugur. Það heyrðist sárt vein — veslings móðirin hneig meðvitundarlaus ninur hjá líki barns síns. VI. Enginn vissi hvernig slysið hafði viljað til. Það var hlykkur á járnbrautinni, eimitt þar sem slysið varð- Eimlestarstjórinn hafði aðvarað lítinn dreng sem var að draga burt mann nokkurn, er Iá á brautarteininum; en allt var aðeins augnabliks verk. Steinn mundi einungis eptir því, að hann og Karl ætluðu inn í nýju knæpuna, sem var ná- lægt brautarstöðvunum, og svo ætlaði hann sjer til smiðjunnar og sofa þar úr sjer ölvímuna, er líklegt að svefninn hafi yfirbugað hann þannig, að hann hafi lagt sig til svefns á brautinni, án þess að hafa rænu til að hugsa um hættuna, er því væri samfara. Jóhann litli hafði svo koiaið auga á hann rjett áður en lestin kom brunandi. En hvernig drengurinn

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.