Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 3
Hátt verð.
Húsið hans Steins smiðs stóð með fram veginum,
er lá að brautastöðvunum.
Kvöldsólin sendi kveðju geisla sína yfirlandið;
þeir gyltu turninn á þorpskirkjunni, og þeir vermdu
einnig iitla krypplinginn, er sat úti fyrir húsinu.
„Komdu nú inn, Jóhann,“ sagði glaðleg bams-
rödd og Karen lii la Steinsdóttir kom út í dyrnar á húsinu.
„Eg er nú búin að búa alt til reiðu, áður en
mamma kemur heim, og það er ekki vert að þú
sjert lengur úti.“
„Það er svo fagurt hjerna úti, Karen,“ sagði
litli krypplingurinn og horfði bænar augum á systur
sína, er var nokkrum árum eldri en hann. „Það
er svo gaman að sjá oimiestina þarna langt í burtu,
en það er dimmt og leiðinlegt inni.“
„En þú verður nú samt að koma inn, Jóhann;
mamma var búin að biðja mig að gæta þess, að
þú værir ekki úti i kvöldkælunni. Komdu nú, jeg
skal hjálpa þjer."
Jóhann stundi þungann, en sagði ekkert. Systir
hans reisti hann á fætur, og hann studdist við
hönd hennar og hækju sína inn í húsið.
Það var hálf dimmt inni í stofunni, en allt