Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 15

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 15
15 „Jeg skal ekki snerta vínglas framar, eptir allt þetta." „Jeg endurtek orð mínSteinn, „af eigin kröptum enginn verst," við getum ekki gjört neitt nema fyrir guðs krapt, við verðum að snúa okkur til hans." »Ó,já, það er nú satt." „Til þess að þjer fáið atvinnu það fyrsta, þá ætla jeg að veita yður ofurlitla vinnu í smiðju, sem jeg hef leigt hjerna skamt frá járnbrautinni, þjer getið byrjað á vinnunni strax á morgun." Steinn gekk heimleiðis glaður í huga og þakk- látur við prestinn fyrir hið góða boð hans. Daginn eptir byrjaði hann á vinnu í smið)unni. Vikur og mánuðir liðu. Hildur fór að verða rólegri, hún þakkaði guði daglega, sem heyrði bænir hennar af náð sinni. Steinn sneiddi hjá gömlu fjelög- unum sínum, hann var allar stundir að vinnu sinni í smiðjunni, þess á milli var hann heima. Hann vildi þó ekki fara í kirkju með konu sinni og börnum. Karl hafði opt komið til hans í smiðjuna, en hann hafði þó aldrei getað fengið hann með sjer á knæpuna, enda þótt hann gjörði tilraunir til þess. Jóhann litli fór opt með föður sínum í smiðjuna. Steinn ók honum í hjólbörunum á meðan veðráttan var hlý, en svo tók að kólna af vetri og þá varð Jóhann litli að sitja heima. Eitt kvöld í febrúarmánuði þegar Steinn var á heimleið, mætti Karl honum við Kirkjustíginn. „Þú heíur nú verið heima hálft ár og heufr,

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.