Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 18

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 18
18 „H getur setið hjerna og beðið eptir okkur,* sagði móðir hans, „við verðum í burtu í 2 klukku- stundir. Eða viltu heldur fara heim?“ „Nei, jeg ætla að sitja hjerna í grasinu og lesa í nýju bókinni minni, sem jeg fjekk í sunnudaga- skólanum." „Guð veri með þjer barnið mitt," sagði móðir hans, og þær Karen hjeldu áleiðis til brautarstöðv- anna. Jóhann litli fór að lesa. Það var frásaga um lítinn dreng, sem var heilsulaus eins og hann sjálfur, en fjekk snemma hvíld frá þjáningum sinum. Pegar hann var búinn að lesa söguna fórnaði hann upp höndunum og bað: „Góði Jesús, ef það er þinn vilji, þá lofaðu mjer að koma heim til þín sem fyrst. En ef það er ekki þinn vilji, þá gjörðu mig ánægðan með að lifa; en mig langar svo að koma heim til þín. Og láttu pabba nú bráðum koma hingað, og frelsaðu hann sakir Jesú Krists. Amen.“ Hildur og Karen bjuggust til að sækja Jóhann litla í smiðjuna. Órói og kvíði, sem hún gat ekki gjört sjer grein fyrir fyllti hjarta veslings Hildar, hún fann að hún hlaut að ákalla náð guðs, áður en hún legði á stað. Hún kraup á knje við legubekk- inn, og fól andlitið í höndum sjer. „Drottinn minn, drottinn minn miskunnaðu okkur. Líttu á eymd mína. Frelsaðu hann Stein. Þjer er enginn hlutur ómáttugur. Gefðu mjer þolinmæði! Taktu okkur við hönd þjer, hjálpaðu okkur, hjálpaðu okkur drottinn

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.