Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 14

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 14
14 „Jeg hef ekkert á móti því." Hildur las 10. kapítulanní Jóhannesarguðspjalh, um hinn góða hirðir, er gefur líf sitt út fyrir sauðina. Hún hlaut sjálf styrk og endurnæring fyrir þau orð. Hann hafði opnað henni veginn til eilifa lífsins, enginn gat slitið hana úr hans hendi. Þó það biðu hennar dagar og ár full af erfiði og sorg, þá var það einungis lítil stund á móti eilífu dýrðinni á síðan. Eann hafði þolað svo mikið hennar vegua, þolað kvalir og kross- dauða, hann hafði gengið hinn þyrnumstráða veg á undan henni; hún þurfti ekki að óttast, þó leiðin yrði erfið. IV. Daginn eptir fór Steinn til hreppstjórans og prestsins með vitnisburðarskjal sitt. Presturinn tók honum mjög vel. „Fáið þjer yður sæti, Steinn," sagði hann. „ Jeg ætla að tala við yður. Okkur Þykir mjög vænt um konu yðar og börn, og við vonum að þjer bakið þeim nú ekki fleiri sorgir. Þjer eruð duglegur erfiðis- maður; en þjer megið ekki gefa yður við Karli því hann er sami drykkjumaðurinn og hann var, enda þótt hann sje ekki mjög hávær eða vondur, þegar hann er við vín. Langar yður ekki til að lifa reglusömu lífi?" „Jú, jeg ætti að hafa uóga reynslu til þess." „En af eigin kröptum enginn verst."

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.