Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 36

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 36
36 móðir yðar villflnna yðnr." „Strax það var leiðin- legt við ætluðum í „Lanciers" fyrst. “ „Hún sagði að sjer væri svo iJlt, hún vildi helzt þjer kæmuð strax." „Jæja, jeg kem, þú mátt fara.“ „Eruð þjer að farafröken? Pað er ómögulegt, nei, fyrst „Lanciers", svo skal jeg fylgja yður.“ Ekki getur nú staðið lengi á því, jæja! Dansinn var hálfnaður. Helga var hálf óróleg, hún gat ekki að því gjört. Rigningin skall á rúð- unum og það buldi í storminum, henni fanst hljóðið svo ömurlegt og láta svo illa i eyrum, svo ólíkt glaumnum og gleðinni inni, líkast náhljóði, daufu, dapurlegu, en því lætur manneskjan svona, er það ekki sjálfsagt að skemta sjer á meðan má, já, á meðan má. Hvaða fát er þetta, því hættu allir að dansa og fara að stara fram í dyrnar? í dyrunum stendur karlmaður í regnkápu með regnhatt á höfði. Vatnið rennur úr fötum hans ofan á gólfið, hann skeytir því ekkert, heldur horfir alvörugefinn yfir hópinn. Helga fölnar, hún þekkir að þar er kominn R. læknir. Hann horfir á hana með gegnumþrengjandi augnaráði: „Fröken, viljið þjer koma heim með mjer?“ segir hann svo. Helga svarar engu, hvaða ólukku afskiftasemi er í þessum manni, aldrei getur hann sjeð hana í friði. „Heim með yður,“ svarar hún, „nei, því jeg fæ aðra samfylgd þegar dansinn er búinn.“ „Það er búið að gjöra orð eptir yður áður,“ segir hann

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.