Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 22

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 22
22 VII. Pjögur ár eru liðin. Það er laugardagskvöld snemma vors, eins og þá er vjer komum fyrst að húsi Steins, og umhverfis húsið er allt mjðg líkt því, sem áður var, nema vjer sjáum hvergi litla krypplinginn, sem sat úti fyrir húsinu í byrjun sögunnar. Inni í stofunni er allt hreint og fágað, útlitið ber vott um velmegun heimilisins. Steinn er nýkominn heim úr smiðjunni, hann situr í legu- bekknum og heldur á 3 ára gömlum dreng. Hildur sat og var að sauma Við gluggann, og Karen var að binda blómsveig úr vorblómum, hún ætlaði að leggja hann á leiðið daginn eptir. Steinn gekk nú iðuglega í guðs hús. Það var dálítið erfltt fyrir hann í fyrstu, er fólkið var að stinga saman nefjum um hann, þegar hann kom inn í kirkjuna, og hvíslast á um það, hvernig hann hefði orðið or- sök í dauða barns síns, sem hann níu árum áður hefði skaðað, svo það hefði aldrei beðið þess bætur, en hann kannaðist við, að hann væri hinn aumasti allra syndara, og hann bar fúslega minkun þá, er hann átti svo mjög skilið. En árin liðu og menn hættu, að tala um þetta, 'þvert á móti hlaut Steinn smátt og smátt virðingu hjá öllum, er menn sáu hina gagngjörðu breytingu, sem orðin var á honum. Dauði Jóhanns litla hafði einnig mjög mikil áhrif á Karl, hann byrjaði nýtt líf, og yflrgaf syndabi'aut sína. Þannig sneri guð hinu illa til góðs. „Guði sje lof fyrir friðinn, sem við eigum nú," sagði Hildur. „Pegar jeg hugsa um liðna tímann,

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.