Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 27

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 27
1 27 „Já, þá held jeg maður verði að hugsa fyrir því." „Ekki veitir af því blessuð, það sem er þriðju- dagur í dag, jeg er á leiðinni að kaupa mjer í hvít- an kjól. „Jeg verð að fá mjer kjól." „Já, góða, hver heldui-ðu að geti brúkað peisu- fötin sem eru svo andstyggileg, við svoleiðis tæki- færi. Jeg á spáný peisuföt, sem jeg fjekk í fyrra þegar jeg fermdist, mjer dettur ekki í hug að koma í þau; svo á jeg líka fermingarkjólinn minn, en það er ómögulegt að vera í honum af því það eru þröngar ermar á honum, svo jeg sagði mömmu að jeg yrði að fá mjer nýjan kjól; jeg er annars að hugsa um að hætta alveg við ólukku peisufötin, það er líka hver einasta af þessum „fínni dömum" bæjarins kominákjól, svo „maður stendur sig ekki við annað" en breyta til, og núna þegar allt mögu- legt er hægt að fá hjerna í bænum, útlærðar „döm- ur" til að setja upp á manni hárið og „kruJIa" mann hvað þá annað, góða bezta, biddu hana mömmu þína um kjól fyrir „ballið," jeg get ekki sjeð þig á peisufötum, þau eru svo „vemmileg." „Þetta er nú alveg satt, jeg á nú samt fjarska vönduð peisuföt úr 6 króna klæði, og spánýja silki- svuntu, og fallegt slipsi má alltaf fá sjer, svo gæti jeg nú haft „hárklemmur" til að „flotta" mig með, þær eru núna svo mikið brúkaðar, mjer þykir þær svo „sætar." „Uss, blessuð fáðu Þjer kjól; þú hlýtur að vera

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.