Ljós og skuggar - 01.01.1903, Side 8

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Side 8
8 en þegar hann kemur nú heim, þá byrjar gamla baslið aptur. “ „Hefu rhann skrifað ykkur síðan hann fór.“ „Mjög sjaldan er það.“ „ Aumingja Hildur! Þjer hafið gengið í gegnum mikla raun. En hafa þjáningarnar orðið yður til blessunar? Hafið þjer sjeð handleiðslu guðs í þessu?" Hildur þagði. „Sjáið þjer til,“ sagði frú Willmann. „Drottinn vill ekki hryggja mennina, hugsanir hans eru fríðar hugsanir. Hann elskar yður og vill gefa yður eilífa sælu. Til þess að þetta tnegi verða, lætur hann stuðla jafnvel það, sem oss finnst sárast. Því hinu illa getur hann snúið til góðs. Gefið honum hjarta yðar, og þjer munuð sjá og reyna að alltfer vel.“ II. Koma prestskonunnar á heimili Hildar, var mikill viðburður í hinu tilbreytingarlitla lífi hennar og barna hennar. Sunnudagarnir voru upp frá þessu reglulegir hátíðadagar fyrir þau öll. Þegar kirkjuklukkan tók að kalla fólk til guðs- þjónustu, lögðu þær mæðgur ætíð af stað með hjól- börurnar og Jóhann litla áleiðis í guðs hús. Ungi presturinn safnaði mörgu fólki umhverfis ræðustólinn sinn. Hann talaði um kærleika guðs til syndugra manna, um gæfuna og gleðina, sem er því samfárá að gefa guði hjarta sitt, og lifa lífi sínu

x

Ljós og skuggar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.