Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 5

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 5
5 in sitt áhvora hlið fjarðarins, þarna voru hlíðarnar, þar sem hann hafði unað sjer svo marga stund, þarna voru smaiastöðvarnar hans, þarna fossinn, sem svo opt hafði kveðið kraptaljóð fyrlr hann, þarnaberjabi'ekkurnar, ogbiómalautirnar, iækirnir, sem höfðu verið vinir hans frá því hann mundi fyrst eptir sjer. — — Hann fór nú að litast um á skipinu, þar var margt manna, aragrúi af sjómönnum og kaupa- fólki á heimleið. „Það má sjá að hann er úr sveit þessi,“ sögðu kaupakonurnar reykvízku hvor við aðra, þegar Jón var að skálma fram og aptur um þil- farið, „en það gönguiag, hú, — hvað hann er „klossaður!" Það var margt fólk og mikið um að vera, en þó ofbauð Jóni ekkert eins og það hvernig var látið fara um fóikið. í lestinni var alveg troðfult, þar ægði öllu saman rúmfletum, koffort- um, kössum, pökkum, þar að auki allskonar ó- hreinindum og rusli, og þarna varð fólkið að hrúgast hvað innan um annað, börn og gamal- menni, kvennfólk og karimenn, það sat á rúm- fletunum, sem auðvitað voru ekki úr öðru en heyi eða hálmi, sem fleygt var á gólfið hjer og hvar, og breiddir pokar yfir. Sumir voru að snæða nesti sín upp úr koffortuuum sínum, aðrir sváfu; börnin grjetu, kvennfólkið hljóðaði af sjó- veikiog hræðslu og karlmennirnir þömbuðu brenni- vín, blótuðu og rögnuðu yfir kveifarskap kvenn-

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.