Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 6

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 6
6 fólks og krakka. Á þilfarinu voru búin til tjöld úr gömlum seglum, þangað var hrúgað fólki á meðan hægt var að drepa niður fingri, þar var mjög svipað húsrúm og í lestinni hvað hreiniæti og annað snerti, að öðru en því, að hjer hafði stormurinn ráðrúm til þess að halda loptinu nokkurn veginn þolanlegu. Á 2. farrými voru öll sæti skipuð og meira til, því þó rúmin þar væru ekki stór, var það þó ekki óvíða þar sem 2 var holað í eitt. Það virtist ekki iiggja neitt sjerlega iila á karlmönnunum, þeir voru flestir „góðglaðir/1 sumir „blindfullir,11 nokkrir alveg „útúr.“ Og brytinn var í góðu skapi. „Jeg hef haft það gott í dag,“ heyrði Jón haft eptir honum einn daginn, „jeg hef selt fyrir 300 krónur þenna sólarhi ing,“ og svo hafði hann bætt við rammís- lenzku blótsyrði og skellihlegið. En ef einhvern fýsti að vita hver varan var, sem svona vel hafði selzt, þá var gátan auðveldlegast ráðin með því að líta oían i lestina og sjá þá, sem þar sátu, og sungu ýmist sálma eða „gaman“-vísur eptir Plaus- or, bölvuðu, flugust á eða rifust, hið sama mátti sjá og heyra á fleiri stöðum, og nóg var af brennivínsstækju hvar sem komið var. Það var engin sældaræfi fyrir aumingja kvennfólkið þarna innan um allt þetta, og þó bættist þar við „brenni- vínskrampi" hjá fleiri en einum af þessum far- þegjum; stýrimaðurinn sagði nú reyndar að sJíkt væri ekkert nýnæmi, þegar Jón hljóp til hans í

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.